Þrítugur dæmdur, sextugur heiðraður – Davíð Stefánsson á Akureyri

Í fyrirlestrinum ætlar Valgerður H. Bjarnadóttir, félagi í AkureyrarAkademíunni og fyrrum húsfreyja í Davíðshúsi, að fara í ferð um Akureyri í hugarheimi, mæltu máli og skáldverkum Davíðs Stefánssonar.

Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 7. september nk., í sal Félags eldri borgara á Akureyri, Bugðusíðu 1, og hefst kl. 16:30.

Fyrirlesturinn er hluti viðburðaraðar AkureyrarAkademíunnar á þessu ári í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar. Menningarsjóður Akureyrar styrkir fyrirlesturinn.

Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir.