„Maður fór eins og asni út í heiminn, bæði peningalaus og klæðalaus“

Jóninna bjó mestan hluta ævi sinnar á Akureyri og var landsþekkt fyrir störf sín að eflingu húsmæðramenntunar og þekkingu almennings á matargerð og húshaldi. 

Fyrirlesturinn er haldinn í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, að Vestursíðu 9, Akureyri, og hefst hann kl. 13:30. 

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis, og er hann hluti af fyrirlestrarröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. 

Norðurorka hf. styrkir fyrirlesturinn.