Hvallátrar - sveitin mín vestur í Útvíkum

Ólafur B. Thoroddsen, kennari og landfræðingur, mun halda erindi undir yfirskriftinni: Hvallátrar - sveitin mín vestur í Útvíkum

Hvallátur er vestasta byggða ból á Íslandi. Þar hefur verið byggð frá landnámstíð og auk hefðbundins búskapar var þar stundað útræði af heimamönnum og einnig var þar útver þar sem aðkomumenn gerðu út á vorvertíð allt fram að aldamótum 1900. Stutt var á gjöful steinbítsmið og sprökuveiði góð.

Látrabjarg var óþrjótandi matarkista sem gaf egg og fugl en tók líka sinn toll því ófáir létu þar lífið við að sækja þangað björg í bú. Margur sjómaðurinn var kollvættur undir Bjargi og Látraröst "Gamla konan" gat verið strembin minni og stærri bátum. Flestir þekkja til björgunarafreksins við Látrabjarg er heimamenn björguðu sjómönnum af breska togaranum Dhoon við mjög erfiðar aðstæður í desember árið 1947.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.