Á brún hengiflugsins? Málþing um umhverfis- og lofslagsmál á Akureyri

Málþing á vegum Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum með áherslu á útblástur gróðurhúsalofttegunda, breyttar ferðavenjur, aukna nýtingu á innlendri orku, minni sóun og meiri endurvinnslu. 

Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir opið samtal og skoðanaskipti um umhverfis- og loftlagsmálin hér í bænum, stuðla að aukinni þekkingu og vitund um þau og virkja bæjarbúa til þátttöku.

Hver er staðan hér á Akureyri í umhverfis- og loftlagsmálum, hvað gengur vel og hvað þurfum við sem samfélag að gera betur til að takast á við loftslagsvána?

Sjá dagskrána hér

Öll velkomin!