FRÆÐASETRIÐ er til húsa í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð 12 á Akureyri. Þar býðst nemum í háskólanámi og þeim sem sinna fræði- og ritstörfum að leigja sér vinnuaðstöðu og njóta samvista og faglegs samstarfs við fólk úr ólíkum fræðigreinum.
Skrifborð og nettenging er til staðar, auk matar- og kaffiaðstöðu og möguleika til fundahalda. Lögð er áhersla á góðan vinnuanda, næði til rannsókna og að þeir sem hafa aðstöðu í húsnæðinu taki virkan þátt í lifandi fræðasamfélagi, uppbyggingu þess og þróun. AkureyrarAkademían og ReykjavíkurAkademían hafa gert með sér samkomulag um að þeir sem leigja vinnuaðstöðu á hvorum stað fyrir sig geti fengið tímabundinn aðgang að vinnu- og fundaraðstöðu í hinni Akademíunni. Nánari upplýsingar um þessa möguleika má nálgast hjá skrifstofum Akademíanna. Ef þú hefur áhuga á að leigja þér vinnuaðstöðu í AkureyrarAkademíunni til lengri eða skemmri tíma hafðu þá samband við framkvæmdastjóra AkureyrarAkademíunnar í síma 833 9861 eða sendu tölvupóst á netfangið adalheidur.steingrimsdottir@akak.is |
|