Valgerður hefur starfað við ráðgjöf og fræðslu einstaklinga og hópa, verkefnisstjórn innlendra og fjölþjóðlegra verkefna, stjórnun opinberra stofnana og deilda, kennslu unglinga og fullorðinna, stjórnmál, leiklist, alþjóðasamskipti o.fl. Í tæpa tvo áratugi hefur hún starfað sjálfstætt undir yfirskriftinni Vanadís – rætur okkar, draumar og auður, við námskeiðahald, verkefnastjórn, ráðstefnuhald, ráðgjöf og ritstörf, auk samstarfs á ýmsum vettvangi. Hún tók m.a. þátt í að stofna AkureyrarAkademíuna og Mardöll – félag um menningararf kvenna.
Um þessar mundir heldur Valgerður úti þremur heilsvetrar námsleiðum í femínískri kvennasögu og stundar ritstörf, auk ýmissa smærri verkefna.
Um þessar mundir heldur Valgerður úti þremur heilsvetrar námsleiðum í femínískri kvennasögu og stundar ritstörf, auk ýmissa smærri verkefna.
Menntun
- Félagsráðgjafi frá Noregi 1980
- BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumafræði, frá California Institute of Integral Studies (CIIS) í San Fransiskó 1996
- MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú frá CIIS 2001
- Styttra nám og námskeið í sálarfræði, leikhúsfræðum, sjamanisma, draumafræðum, tungumálum, kennslufræðum, fjölskylduráðgjöf, Jungisma o.fl.