AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
    • Fréttir
  • Viðburðir
    • Kynningar
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing >
      • Innanhúsfólk
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
  • Innanhúsfólk
Picture

Dr. Steinunn Arnars Ólafsdóttir
Sjúkraþjálfari og lektor við heilbrigðisvísindasvið HÍ  
​steinunnaol@gmail.com

Doktorsritgerð Steinunnar A. Ólafsdóttur  ber heitið: Færni og aðstæður einstaklinga eftir heilaslag og ActivABLES fyrir heimaæfingar og daglega hreyfingu. Icelandic stroke survivors: Functioning and contextual factors and ActivABLES for home-based exercise and physical activity. Andmælendur voru dr. Charlotte Ytterberg, dósent við Karolinska Háskólann í Stokkhólmi og dr. Páll Eyjólfur Ingvarsson, sérfræðingur á LSH og klínískur dósent við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur Steinunnar voru dr. Sólveig Ása Árnadóttir, dósent (einnig umsjónarkennari) við Læknadeild, námsbraut í sjúkraþjálfun, og dr. Þóra B. Hafsteinsdóttir, prófessor við Háskólann í Utrecht, Hollandi. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Helga Jónsdóttir prófessor, dr. Ingibjörg Hjaltadóttir prófessor og dr. Rose Galvin. dósent við University of Limerick.
Jafnframt flutti Steinunn erindið ActivABLES fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum eftir heilaslag og forsendur fyrir notkun á Sjónaukanum árlegri ráðstefnu heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri sem haldin var 20.-21. maí og á 20. Líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Íslands sem haldin var 2.-3. júní hélt hún tvö erindi, Stroke Impact Scale and community-dwelling stroke survivors og Use of ICF Linking Rules for a holistic view of functioning among community-dwelling stroke survivors.


Til baka

Menntun

2021- 

               Doktorspróf í sjúkraþjálfun við heilbrigðisvísindasvið HÍ 

​2017-
               Háskóli Íslands. PhD- nám á Heilbrigðisvísindasviði.

2015-2016
              Diplómanám í upplýsingafræði og þekkingarmiðlun.

2008-2011
               MA gráða í öldrunarfræði - þverfaglegt norrænt meistaranám í öldrunarfræðim (NordMaG).

1990-1994
               Háskóli Íslands. BS gráða í sjúkraþjálfun.

1984-1988
               Verslunarskóli Íslands. Stúdentspróf og verslunarpróf.
AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861