Samtal um hamingjuna - myndband
AkureyrarAkademían stóð fyrir viðburðinum Samtal um hamingjuna sem haldinn var í Hlöðunni Litla-Garði síðastliðið haust í tilefni Akureyrarvöku. Þar ræddu Edda Björgvinsdóttir og Gunnar Hersveinn um samband húmors og hamingju og hvers vegna ástæða er til að efla húmor og gleði í lífinu. Jana Arnarsdóttir og Vigdís Eva Steinþórsdóttir voru fengnar til að kvikmynda viðburðinn og er myndbandið aðgengilegt á efnisveitunni Youtube.