Helga vinnur að því að að ljúka frágangi á tölvutæku formi á ævisögu afa hennar Arnórs Sigurjónssonar sem hann lét eftir sig í handriti. Þar er afar mikill fróðleikur um margvísleg málefni á borð við skólamál, pólitík, verkalýðsmál, kreppulánasjóð, búskap og jarðir o.fl. Eins hefur Helga áhuga á að taka saman ýmislegt um ömmu hennar, Helgu Kristjánsdóttur, konu Arnórs. Hún vann að mörgu merkilegu s.s. stofnun Húsmæðraskólans að Laugum, Ísl. heimilisiðnaðar og margt fleira.
Starfsferill
Helga hefur unnið við kennslu, skrifstofustörf, bankastörf og verið 12 ár framkvæmdastjóri sveitarfélaga. Hún hélt m.a. utan um vinnu við að gera aðgengi að Goðafossi fært til að taka á móti vaxandi umferð ferðamanna, stofnaði ásamt tveimur öðrum konum félagið Handverkskonur milli heiða, - Goðafossmarkað og hefur starfað að margvíslegum málum í ýmsum ráðum og nefndum í gegn um tíðina og gerir enn.
Helga hefur unnið við kennslu, skrifstofustörf, bankastörf og verið 12 ár framkvæmdastjóri sveitarfélaga. Hún hélt m.a. utan um vinnu við að gera aðgengi að Goðafossi fært til að taka á móti vaxandi umferð ferðamanna, stofnaði ásamt tveimur öðrum konum félagið Handverkskonur milli heiða, - Goðafossmarkað og hefur starfað að margvíslegum málum í ýmsum ráðum og nefndum í gegn um tíðina og gerir enn.
Menntun
Helga er stúdent frá MA og með Diplóma í stjórnun og opinberri stjórnsýslu við HA, auk lengri og styttri námskeiða flest tengd sveitarstjórnarmálum.
|