AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
    • Fréttir
  • Viðburðir
    • Kynningar
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing >
      • Innanhúsfólk
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
  • Innanhúsfólk

Fyrirlestrar 


Fyrirlestrar, söguganga og málþing í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar árið 2022.
Viðburðirnir eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrar. 

Hér eru upptökur af málþingi AkureyrarAkademíunnar um fjölmenningu á Akureyri sem haldið var í Hofi 29. október sl. 

Fyrri hluti upptöku: https://youtu.be/AmhKfgbGoQU

Seinni hluti upptöku: ​https://youtu.be/tBN4JOjAOm8


Picture
Þann 29. október stóð AkureyrarAkademían fyrir málþingi í Hofi með yfirskriftinni: Fjölmenning á Akureyri. Innflytjendur og íslenskan. Þar fór fram samtal margra um það sem verið er að gera hér á Akureyri til að auka færni innflytjenda í íslensku og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu: fólk frá fræðslukerfinu, aðilar vinnumarkaðarins og innflytjendur. Um 70 til 80 gestir sóttu málþingið. 

Picture
Þann 7. september komu hátt í 40 manns saman í sal Félags eldri borgara á Akureyri til að hlusta á skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur Valgerðar H. Bjarnadóttur þar sem hún fór í ferð um Akureyri í hugarheimi, mæltu máli og skáldverkum Davíðs Stefánssonar. Á Akureyri samdi Davíð flest sín verk, og átti sér fyrirmyndir og kæra vini og þar bjó hann sér fagurt heimili sem enn laðar að fólk úr víðri veröld. Menningarsjóður Akureyrar styrkti viðburðinn. ​

Picture
Í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar sem haldið var hátíðlegt á Akureyrarvöku 26. - 28. ágúst var bæjarbúum boðið upp á að koma með í Skólasögustrætó og gönguferð um elstu hverfi bæjarins til að rifja upp/kynnast hvernig menntun og frístundum barna hér í bænum var háttað hérna áður. Um 50 gestir komu í ferðirnar. AkureyrarAkademían, Minjasafnið á Akureyri og Strætisvagnar Akureyrarbæjar stóðu saman að því að bjóða upp á Skólasögustrætóinn. Menningarsjóður Akureyrar styrkti viðburðinn. 

Picture
Þann 26. apríl hlýddu um 60 til 70 manns á fróðlegan fyrirlestur dr. Páls Jakobs Líndals umhverfissálfræðings um skipulagsmál sem hét: Hvers konar þéttbýli viljum við?  Í fyrirlestrinum ræddi dr. Páll Jakob um upplifun fólks í þéttbýlisumhverfi, hvað þurfi að leggja áherslu á svo skapa megi mannvænt og heilsusamlegt þéttbýli og hvernig megi brúa bilið milli ólíkra hagsmunahópa þegar kemur að hönnun og uppbyggingu þess. Á 21. öldinni er krafan að við hönnun, mótun og skipulagningu þéttbýlis sé heilsa og velferð fólks tekin alvarlega. Að umhverfið sé því hliðhollt, það bæti, efli og styrki. Fyrirlesturinn var haldinn í sal Félags eldri borgara á Akureyri, Bugðusíðu 1. 

Fyrirlesturinn var sá fyrsti í viðburðaröð á þessu ári á vegum AkureyrarAkademíunnar sem bæjarbúum verður boðið upp á í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar á árinu. Markmiðið með fyrirlestrunum er að auka framboð á fjölbreyttu og aðgengilegu efni um sögu og menningarlíf á Akureyri og að virkja almenning til þátttöku. 


Fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og hjúkrunarheimilanna á Akureyri 2022.
Fyrirlestraröðin er styrkt af Norðurorku hf. 


Picture
Þann 21. október komu rúmlega 40 gestir saman í salnum á Lögmannshlíð til að hlusta á skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur Jóns Hjaltasonar sagnfræðings um hernámsárin á Akureyri með fjölda mynda um veru breska herliðsins hér í bænum. Fyrirlestrinum var streymt til íbúanna á Hlíð. 

Picture
Þann 16. september komu ríflega 40 manns saman í salnum á Hlíð til að hlusta á skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur Valgerðar H. Bjarnadóttur um bernsku Davíðs Stefánssonar skálds. Auk hugleiðinga um bernsku skáldsins og bernskusagnabrota frá honum sjálfum, las Valgerður nokkur af fyrstu ljóðunum sem varðveist hafa eftir Davíð, auk seinni ljóða hans sem vísa til bernskunnar. Fyrirlestrinum var streymt til íbúanna á Lögmannshlíð. 

Picture
   Þann 27. maí var Rannveig Karlsdóttir kennari og þjóðfræðingur með fyrirlestur á vegum
   AkureyrarAkademíunnar fyrir íbúana á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð og aðra bæjarbúa um ævi og störf
   brautryðjandans og kvenskörungsins Jóninnu Sigurðardóttur (1879-1962) húsmæðrakennara. Jóninna bjó mestan
   hluta ævi sinnar á Akureyri og var landsþekkt fyrir störf sín að eflingu húsmæðramenntunar og þekkingu
   almennings á matargerð og húshaldi. Um 30 til 40 manns komu saman í salnum á Lögmannshlíð og hlýddu á
   skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um ævi og störf þessarar merku konu. Fyrirlestrinum var streymt til
​   íbúanna á Hlíð.


Picture
     Þann 8. apríl var fyrsti fyrirlesturinn var haldinn í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna á
     Akureyri en þá sagði Hörður Geirsson safnvörður ljósmyndasafns Minjasafnsins á Akureyri frá nýrri ljósmyndasýningu safnsins Hér stóð
     búð
.   Um 50 manns hlýddu á skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um þróun matvörubúða og sjoppa í bænum og tíðarandann á tímabilinu
​     frá   1930 til 2000. Fyrirlesturinn var haldinn í salnum á Hlíð og var honum streymt til íbúanna á Lögmannshlíð.


  Fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimilanna á Akureyri 2021.
Fyrirlestraröðin er styrkt af Menningar- og viðurkenningasjóði KEA og
​Menningarsjóði Akureyrar.

Picture
 Desember 2021.
  Upptaka af fyrirlestri Aðalheiðar Steingrímsdóttur kennara og sagnfræðings um verkalýðs- og stjórnmálastarf Elísabetar Eiríksdóttur     (1890-1971) á Akureyri og landsvísu. Elísabet var formaður verkakvennafélagsins Einingar frá 1927 til 1960, bæjarfulltrúi á Akureyri   fyrir vinstri flokka frá 1927 til 1954 og tók virkan þátt í baráttu kvennahreyfingarinnar fyrir jafnrétti kvenna í launa- og atvinnumálum. 


Picture
 Október 2021.
   Upptaka af söngva- og tónlistardagskrá Þórarins Hjartarsonar sagnfræðings um Pál Ólafsson skáld. Dagskráin heitir: "Páll 
   Ólafsson - söngvari sumars, víns og ástar. Ástarskáld Austurlands". Hér fjallar Þórarinn um Pál Ólafsson og ljóðagerð hans með 
​   áherslu á ástarljóðin og söguna bak við þau. Ljóðin eru ýmist lesin eða sungin.


Picture
Október 2021.
Upptaka af fyrirlestri Kristínar Sigfúsdóttur hússtjórnarkennara og umhverfisfræðings. Fyrirlesturinn heitir: "Fyrir daga plastsins". Hér fjallar Kristín um hvernig gengið var frá matvælum áður en plastið kom til sögunnar og ýmsar aðferðir sem þá voru notaðar og hægt er að nýta í dag til að draga úr plastnotkun. 


Picture
  Október 2021.
    Upptaka af fyrirlestri Sigurgeirs Guðjónssonar sagnfræðings. Fyrirlesturinn heitir: "Saga netagerðar á Akureyri". Hér fjallar Sigurgeir um fyrstu 
    netaveiðar í Eyjafirði frá 18. öld fram á fyrstu ár 20. aldar. Einnig er farið yfir netagerð á Akureyri á fyrri hluta 20. aldar og helstu forvígismenn
​    greinarinnar kynntir, sem og mennta- og skólamál sem viðkoma greininni og jafnframt vísað til þróunar netagerðar á landsvísu.


Picture
September 2021.
Upptaka af fyrirlestri Jóns Hjaltasonar sagnfræðings. Fyrirlesturinn heitir: "Ótrúlegt en satt. Nokkrir furðu-kaflar úr sögu Akureyrar".  Hér  fjallar Jón um nokkra furðu-kafla úr sögu Akureyrar, m.a. um mútuþægni, glefsur úr íþróttasögu,  bæjarskipulag sem aldrei varð og matvendni Akureyringa.

Fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimila Akureyrar 2020-2021.
Fyrirlestraröðin var styrkt af Menningar- og viðurkenningasjóði KEA og
​Samfélagssjóði Norðurorku.

Picture
Picture
Fimmtudagur 14. janúar 2021, kl. 13:30. 
Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson sagnfræðingar og akademónar:  "Sigríður á Tjörn. Lífsganga sveitakonu. Myndbrot og minningar." 
Fyrirlesturinn byggði á textum sem börn Sigríðar hafa safnað og gefið út í bók sem Sigríður hefur skrifað og viðtölum sem hafa verið tekin við hana. Fjallað var um minningar Sigríðar um æsku og uppvöxt í Skagafirði, lesnar stuttar glefsur úr sendibréfum sem hún ritaði og sýndar myndir úr lífi hennar. 



Picture

Fimmtudagur 12. nóvember 2020, kl. 13:30 
Dr. Arndís Bergsdóttir, "Það sem konur gerðu. Rýnt í sýningu safnsins að Snartastöðum". Fyrirlesturinn byggði á rannsókn Arndísar á safninu að Snartastöðum í Norður-Þingeyjarsýslu. Safnið er um margt ólíkt öðrum byggðasöfnum á landinu en þar skipar handverk kvenna og heimilishald veglegan sess í safneigninni. Rannveig Gunnarsdóttir kom safninu á fót. 


Picture
Fimmtudagur 10. desember 2020, kl. 13:30
Jón Hjaltason sagnfræðingur, "Markús Ívarsson; saga Eyfirðings sem var á flótta undan réttvísinni í tæp fjörutíu ár."   Markús Ívarsson var Eyfirðingur sem ungur gerðist sekur um ærstuld; var dæmdur, sat í tukthúsi í Kaupmannahöfn, kom heim, gerðist nýtur samfélagsþegn uns hann féll aftur í freistni í neyð áranna efir 1880, var hnepptur í gæsluvarðhald, strauk og var á flótta undan réttvísinni frá 1881 uns hann andaðist 1923.

       Fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimila Akureyrar 2018.
Fyrirlestraröðin var styrkt af Samfélagssjóði Norðurorku.


Picture
Föstudagur 16. febrúar 2018 kl. 13:30
Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur. 
Vélstjórafélag Akureyrar (1919-1967)

Picture
Mánudagur 12. mars 2018 kl. 13:30
Ólafur B. Thoroddsen, kennari og landfræðingur.
Hvallátrar - sveitin mín vestur í Útvíkum

Picture
Picture
Föstudagur 13. apríl 2018 kl. 13:30
Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, og Þórarinn Hjartarson, syngjandi sagnfræðingur. 
Vinna kvenna í Eyjafirði - falin og ófalin - á fyrri helmingi 20. aldar

  Fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimila Akureyrar 2016-2017.
Fyrirlestraröðin var styrkt af Menningar- og viðurkenningasjóði KEA og Samfélagssjóði Norðurorku.


Picture
Föstudagur 4. nóvember 2016 kl. 13:30
Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur.
Baráttuleiðir eyfiskra kvenna á fyrri helmingi 20. aldar

Picture
Föstudagur 2. desember 2016 kl. 13:30
Jón Hjaltason, sagnfræðingur
Stærstu brunar á Akureyri 1901-1906-1969 þegar Iðunn brann og hluti Gefjunar

Picture
Föstudagur 10. febrúar 2017 kl. 13:30
Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur
​Um förumenn og flakkara

Picture
Föstudagur 17. mars 2017 kl. 13:30
Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur
Konurnar í verksmiðjunum á Akureyri

Fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar 2016.

Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur: Sérðu þig, kona? (Ó)sýnileiki kvenna á sýningum íslenskra  menningarminjasafna. ​Erindi flutt 21. janúar 2016 í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri. 
Njörður Sigurjónsson, dósent við Háskólann á Bifröst. Hljóðlátir valdaleikir og skapandi þögn. Erindi flutt 18. febrúar 2016 í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri. ​
Laufey Haraldsdóttir, lektor Háskólanum á Hólum: "Að setja sálina í pottana: ferðaþjónusta, staður, matur og margbreytileiki". Erindi flutt 17. mars 2016 í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri. 

Samtal um hamingjuna á vegum AkureyrarAkademíunnar árið 2016. 
Edda Björgvinsdóttir og Gunnar Hersveinn. Samtal um hamingjuna. Samtalið fór fram 27. ágúst 2016 á Akureyrarvöku, í Hlöðunni að Litla-Garði. 
Í tengslum við samtalið var opnuð sýning sjö ungmenna í skapandi sumarstörfum á Akureyri í Hlöðunni að Litla-Garði sem bar heitið: Um hamingjuna. 

Fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar 2015.
Guðrún Ásmundsdóttir. Nærkonur í útkalli. Sögur um ljósmæður fyrri tíma. Erindi flutt 29. janúar 2015 í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri. 
Helgi Gunnlaugsson. Er bilið milli kynjanna og afbrota að minnka? Erindi flutt 26. febrúar 2015 í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri. 
Ármann Jakobsson. Hvað hrjáði Sigurð Jórsalafara? Tilraun til sjúkdómsvæðingar löngu látins Noregskonungs. Erindi flutt 26. mars 2015 í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri. 
Björn Jónas Þorláksson: Sölumennska frétta - nokkur orð um frelsi og helsi íslenskra prentmiðla. Erindi flutt 16. apríl 2015 í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri 
Anna Lára Steindal, heimspekingur: „Með lífið, sjálft lífið að veði". Móttaka flóttamanna á Íslandi. ​Erindi flutt 22. október 2015 í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri. 
AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861