Akademónar komu víða við í sumarferðinni, fyrst á Völlum í Svarfaðardal, síðan á kaffihúsi þeirra Bakkabræðra Gísla, Eiríks og Helga á Dalvík. Næst var farið í Pálshús á Ólafsfirði á sýninguna "Flugþrá" og svo haldið á Siglufjörð í göngutúr og að lokum endað í skógræktinni í Skarðsdal. Frábær dagur í góðum félagsskap!