AkureyrarAkademían og ReykjavíkurAkademían fengu nýlega styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða tvo háskólanemendur, annan í upplýsingafræði og hinn í sagnfræði, til að vinna gagnagrunn um fjölda, menntun, starfsaðstæður og verk sjálfstætt starfandi fræðafólks, sem á tímabilinu 1997 – 2021 starfaði um lengri eða skemmri tíma í ReykjavíkurAkademíunni og í AkureyrarAkademíunni. Yfirlit yfir þessi mál er ekki tiltækt og er markmiðið með gagnagrunninum að ná utan um auðlegð og fjármögnun þekkingar í RA og AkAk og að tala fyrir og gera hópinn sýnilegan í opinberum hagtölum og meta hagrænt framlag hans til samfélagsins. Akademíurnar tvær leita nú að nemendum til þess að vinna að þessu mikilvæga verkefni.
|
Eldri fréttir
January 2023
|