Markmið með tillögunum er að jafna aðgengi fræðafólks sem starfar sjálfstætt og þess sem gegnir akademískum stöðum, að opinberum styrkjum til rannsókna. Einnig að efla grunnrannsóknir og auka fjölbreytni rannsókna, að tryggja nýliðun og sérfræðiþekkingu íslensks fræðasamfélags og að skila samfélaginu niðurstöðum rannsóknanna á íslensku.
Skýrslan Opinber fjármögnun, byggir á vinnu starfshóps stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar um umgjörð rannsókna fræðasamfélagsins utan háskólanna. Í honum sitja þau Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur, Dr. Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur, Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafræðingur og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur sem jafnframt ritstýrði skýrslunni.