AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
    • Fréttir
  • Viðburðir
    • Kynningar
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing >
      • Innanhúsfólk
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
  • Innanhúsfólk

Sköpun akademóna. Skýrsla um verkefni og viðburði 2006-2021

29/10/2021

 
Í tilefni af 15 ára afmæli AkureyrarAkademíunnar kom út í þessari viku merkileg skýrsla sem Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur tók saman um verkefni sem einstaklingar unnu að á þeim tíma er þeir voru með vinnuaðstöðu hjá AkureyrarAkademíunni frá stofnun Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi árið 2006 og til þessa dags. Um er að ræða fjölbreytt safn verka, lokaritgerðir, rannsóknarskýrslur, tímaritsgreinar, kennsluefni og ýmis önnur ritverk. Einnig er í skýrslunni yfirlit yfir viðburði á vegum Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna og AkureyrarAkademíunnar á tímanum 2006 til 2021.

Skýrslan sýnir að á liðnum 15 árum hafa tæplega 100 einstaklingar verið með vinnuaðstöðu hjá AkAk, flestir þeirra í námi við innlenda og erlenda háskóla og hinn hlutinn fjölbreyttur hópur vísinda-, fræði- og listamanna sem og frumkvöðla, og eru það tæplega 50 greinar eða fræðisvið sem akademónar hafa lagt stund á. Á þessum tíma hefur AkAk staðið fyrir ríflega 150 viðburðum þar sem lögð hefur verið áhersla á að tengja saman ólíka hópa og að virkja almenning til þátttöku.

Starfsemi AkAk hefur gefið háskólanemum og þeim sem vinna að fræði- og ritstörfum hér í bæ og víðar tækifæri til menntunar og sköpunar á heimaslóðum og þverfaglegt samfélag einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn hefur skapað frjótt samtal og umhverfi sem hefur auðgað mannlíf og menningarstarf hér á svæðinu.
​
Hægt er að nálgast skýrsluna með því að senda tölvupóst á netfangið adalheidur.steingrimsdottir@akak.is
​
Picture

    RSS Feed

    Eldri fréttir

    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015

AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861