Í AkureyrarAkademíunni eru leigð út vinnupláss til sjálfstætt starfandi fræðimanna, meistara- og doktorsnema. Sumir staldra við í stuttan tíma en aðrir lengur og það er gaman að fylgjast með hvað akademónar taka sér fyrir hendur eftir að þeir ljúka verkefnum sínum í AkureyrarAkademíunni. Síðastliðið haust kom séra Jón Ómar Gunnarsson, prestur í Glerárkirkju, í AkureyrarAkademíuna til að skrifa meistaraverkefni sitt í predikunarfræðum, sem hann hefur nú lokið. Skil á meistararitgerðinni eru ekki eini áfanginn þessi misserin hjá Jóni Ómari því hann hefur nú verið skipaður prestur í Fella- og Hólakirkju. Við óskum Jóni Ómari til hamingju með embættið og vonum að honum farnist vel í leik og starfi. |
|
Eldri fréttir
January 2023
|