Bókin, Saga netagerðar á Íslandi, eftir Sigurgeir Guðjónsson akademóna og sagnfræðing kom nýlega út í prentaðri útgáfu en áður var búið að gefa hana út sem rafbók. Útgefandi er Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM). Netagerð eru þar ein af fleiri fagreinum og í ritinu er þróun netagerðar fylgt frá fyrri öldum til nútímans. Einstakir forvígismenn greinarinnar eru kynntir og þeirra framlag rakið. Einnig fylgir samantekt á launa- og stéttabaráttu Nótar, félags netagerðarmanna. Á fyrstu árum Nótar unnu margar konur í netagerð og var félagið öflugt þegar kom að jafnlaunastefnu kynjanna og almennri jafnréttisbaráttu kvenna. Jafnframt er því lýst hvernig reynt var að efla netagerð sem löggilda iðngrein innan íslensks skóla- og menntakerfis. Hægt er að nálgast bókina á heimasíðu VM bæði sem rafbók og á pdf formi. Þess ber geta að árið 2017 gaf félagið út, Saga vélstjórastéttarinnar á Íslandi, og var Sigurgeir einnig höfundur að þeirri bók.
|
Eldri fréttir
February 2023
|