Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, reið á vaðið föstudaginn 4. nóvember og fjallaði um baráttuleiðir eyfirskra kvenna. Fyrirlesturinn var vel sóttur og er óhætt að segja að hið nýja samstarf hafi farið vel af stað.
Næsti fyrirlestur verður haldinn 2. desember. Jón Hjaltason, sagnfræðingur, mun þá fjalla um stærstu bruna á Akureyri árin 1901, 1906 og 1969 þegar Iðunn brann og hluti Gefjunar. Í febrúar 2017 mun Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur, halda erindi um förumenn og flakkara. Í síðasta erindi fyrirlestraraðarinn mun Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur, fjalla um konurnar í verksmiðjunum á Akureyri.