AkureyrarAkademían hlaut í vor styrk frá Akureyrarstofu til að standa fyrir málþingi í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Málþingið var haldið í Deiglunni fimmtudaginn 26. nóvember. Þau Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur, Jakob Þór Kristjánsson stjórnmálafræðingur og Dr. Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur, fluttu erindi sem öll fjölluðu um baráttuna fyrir kosningarétti kvenna og upphaf pólítískrar þátttöku þeirra. Rósa María Stefánsdóttir kvað ljóð íslenskra kvenna milli erinda, en fundarstjóri var Hulda Sif Hermannsdóttir, Akureyrarstofu. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á málþinginu. | |