AkureyrarAkademían hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi. Í tilefni þessara tímamóta var Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, útnefnd heiðursfélagi AkureyrarAkademíunnar. Margrét hefur frá stofnun Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins og því viðeigandi að veita henni nafnbótina. Síðast var Sigrún Höskuldsdóttir valin heiðursfélagi þegar Akademían fagnaði 5 ára afmæli sínu. Heiðursfélagar AkureyrarAkademíunnar þær Sigrún Höskuldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir
|
Eldri fréttir
April 2021
|