Fyrirlesturinn fer fram í stofu M102 við Háskólann á Akureyri kl. 12:00 miðvikudaginn 15. janúar. Allir velkomnir!
Þann 15. janúar kl. 12:00 fjallar sagnfræðingurinn og akademóninn Sigurgeir Guðjónsson um geðveikt fólk á 19. öld á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri. Frá árinu 1845 var skilt að tilgreina í manntölum á Íslandi hverjir töldust geðveikir. Í erindinu er ætlunin að sýna hvernig manntölin varpa ljósi á hvernig hugmyndir lækna um geðveiki og geðsjúkdóma breyttust á tímabilinu. Þar koma kynja- og aldursbreytingar sérstaklega við sögu og verður rakið hvaðan þessar hugmyndir koma. Einnig varpar lýðfræðileg greining á geðveiku fólki skýru ljósi á ýmsar samfélagsbreytingar á tímabilinu. Þar má sérstaklega benda á breytignar á búsetu og heimilisaðstöðu þeirra.
Fyrirlesturinn fer fram í stofu M102 við Háskólann á Akureyri kl. 12:00 miðvikudaginn 15. janúar. Allir velkomnir! |
Eldri fréttir
January 2023
|