Síðastliðinn föstudag hélt Arndís Bergsdóttir síðasta erindi á fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimilanna á Akureyri. Þar fjallaði Arndís um konurnar í verksmiðjunum á Akureyri.
Erindið var það síðasta í samstarfsverkefni AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimilanna á Akureyri. Verkefnið hefur gefist mjög vel. Erindin hafa verið vel sótt af íbúum á Hlíð sem og öðrum bæjarbúum og ánægja er með framtakið bæði meðal gesta og meðal fræðimannanna sem héldu erindi.