Föstudaginn 10. febrúar mun Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur, flytja fyrirlesturinn „Um förumenn og flakkara“. Erindið er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimilanna á Akureyri. Erindið verður haldið í sal Öldrunarheimilisins Hlíðar og hefst kl. 13:30. Allir velkomnir! |