AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
    • Fréttir
  • Viðburðir
    • Kynningar
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing >
      • Innanhúsfólk
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
  • Innanhúsfólk

Fullt var út úr dyrum á "Kulnun er ekki einkamál!"

11/9/2018

 
Fullt var út úr dyrum á málþingi AkureyrarAkdemíunnar á LÝSU, rokkhátíð samtalsins. Yfirskrift málþingsins var „Kulnun er ekki einkamál“. 

​Inga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur, sagði frá sinni reynslu af kulnun og aðdraganda þess í áhrifaríku erindi. Inga hafði verið undir miklu vinnuálagi í langan tíma sem millistjórnandi í heilbrigðiskerfinu og við það bættust fyrri áföll og veikindi. Afleiðingar kulnunar eru mjög alvarlegar og lýsti Inga hvernig hún hefur nú þurft að aðlaga líf sitt að breyttum veruleika. 

Hildur Petra Friðriksdóttir, ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá VIRK, fjallaði næst um kulnun og starfsendurhæfingu. Hildur fór yfir það hvað kulnun er og að oft sé aðdragandi kulnunar langur. Það sé því mikill ávinningur fólginn í því að grípa inn í áður en til kulnunar kemur.

Síðust til máls tók Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við HA. Hjördís hefur rannsakað heilsu og líðan meðal starfsfólks sveitafélaganna og sýna niðurstöður hennar meðal annars að allt of margir eru stressaðir í lok vinnudags eða finnst þeir útbrunnir. Hjördís sagði að vellíðan á vinnustað hefði áhrif á líðan utan vinnunar en viðvarandi vinnutengd streita leiddi til kulnunar í starfi. Það væri því mikilvægt að skapa öruggan og eflandi vinnustað með góðum starfsaðstæðum.

Að erindum loknum sátu frummælendur í pallborði og stjórnaði Karl Frímannsson, fræðslustjóri Akureyrarbæjar umræðum. Margir tóku til máls og var fjallað um málefnið frá ýmsum sjónarhornum. Mikil áhersla var á forvarnir og fræðslu innan vinnustaða um helstu einkenni sem geta leitt til kulnunar og hvernig vinnustaður á að skipuleggja vinnu fólks með tilliti til þátta eins og innra skipulag, jöfnun álags í starfsmannahópnum o.fl. Einnig var rætt um það samfélag sem við búum í þar sem við þurfum öll að vera vakandi fyrir okkar samstarfsfólki, hlúa að öðrum og hvetja fólk til að leita aðstoðar ef við sjáum merki um að einstaklingur sé að upplifa þætti eins og síþreytu, minnistap sem má rekja til streitu, magnleysi, félagskvíða o.fl.
AkureyrarAkademían þakkar samstarfsaðilum sínum, VIRK, Háskólanum á Akureyri og Akureyrarbæ, fyrir gott samstarf. Einnig þökkum við skipuleggjendum LÝSU fyrir að skapa þennan frábæra vettvang en síðast en ekki síst þökkum við þeim fjölmörgu sem komu á málþingið!

Að lokum látum við fylgja hér forvarnar heilræði Ingu Eydal:

  • Að stunda ærlega sjálfsskoðun – hvað get ég boðið mér, hvar liggur áhugi minn, hvað langar mig að gera?
  • Að gangast við styrkleikum og veikleikum
  • Að læra að virða eigin mörk, tileinka mér kúnstina að segja nei takk, þegar það á við
  • Að stunda jákvæð og góð samskipti innan vinnu og utan hennar
  • Að tileinka mér hollan lífstíl og horfist í augu við óþægilegar tilfinningar en reyni ekki að deyfa þær
  • Að brjóta upp vinnudaginn hvar sem hann er og fara út af vinnustaðnum
  • Muna að enginn er fullkominn og enginn hefur alltaf rétt fyrir sér – ekki ég heldur!

    RSS Feed

    Eldri fréttir

    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015

AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861