AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
    • Fréttir
  • Viðburðir
    • Kynningar
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing >
      • Innanhúsfólk
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
  • Innanhúsfólk

Fjölmenning á Akureyri - Innflytjendur og íslenskan

25/10/2022

 
Málþing á vegum AkureyrarAkademíunnar í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, laugardag 29. október, kl. 14:00 – 17:00.
                                                  Fjölmenning á Akureyri - Innflytjendur og íslenskan
                                        Hvað erum við að gera hér á Akureyri til að auka færni innflytjenda í íslensku?
                                                                 Hvað getum við gert betur? Hvernig?

Markmið málþingsins er að hefja samtalið um það sem verið er að gera hér í bænum til að auka færni innflytjenda í íslensku og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu.

Málþingsstjóri er Valgerður H. Bjarnadóttir, félagi í AkureyrarAkademíunni og sjálfstætt starfandi fræðikona.
                                                                                                            
                                                                                             Dagskrá

 
Kl. 14:00 – Setning. Sigurgeir Guðjónsson, formaður stjórnar AkureyrarAkademíunnar.
 
Kl. 14:10 – Inngangserindi. Samfélag fjölbreytileikans á Íslandi – áskoranir og tækifæri. Dr. Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor Háskólanum á Akureyri.
 
Í erindinu verður stiklað á stóru um valdar niðurstöður úr rannsóknarverkefninu Samfélag fjölbreytileikans – Samskipti heimamanna og innflytjenda á Íslandi sem stóð yfir árin 2018-2021 og miðaði að því að bera saman aðlögunarmynstur innflytjenda í sveitarfélögum víðs vegar um landið með það að markmiði að fá innsýn í stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi. Áhersla var lögð á þætti er varða tungumál, atvinnu, menntun, menningu og hamingju. Fjallað verður um valdar niðurstöður rannsóknarinnar.
 
Kl. 14:30 – Hvað er verið að gera í fræðslukerfinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins hér á Akureyri til að auka færni innflytjenda í íslensku?
Frummælendur:
Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir, kennsluráðgjafi barna með íslensku sem annað mál Fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar.
Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri/ráðgjafi Símey.  
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju.
Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
 
Kl. 15:20 – Hver er reynsla innflytjenda? Pallborðsumræður I.
Þátttakendur:
Ahmed Essabiani, viðskiptafræðingur, menningarmiðlari, fyrirlesari og túlkur.
Erwin van der Werve, myndlistamaður, leiðsögumaður og skíðakennari.
Fayrouz Nouh, doktorsnemi og fjölmenningarfulltrúi í Giljaskóla.
Lara W. Hoffmann, doktorsnemi, háskólakennari og verkefnastjóri.
Magdalena Þórarinsdóttir, samfélagstúlkur. 

Kl. 16:00 – Kaffihlé.
 
Kl. 16:30 – Viðbrögð við því sem áður er komið fram, mat á stöðunni á Akureyri og horft fram á veginn. Pallborðsumræður II.
Þátttakendur:
Frummælendur frá fræðslukerfinu og aðilum vinnumarkaðarins hér á Akureyri.
Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar.
Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, verkefnastjóri ÍSAT (íslenska sem annað tungumál) í Síðuskóla.
 
Pallborðsumræðum stýra Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, og Finnur Friðriksson, málfræðingur og dósent Háskólanum á Akureyri.
 
Kl. 17:00 – Málþingsslit. 

Málþingið verður tekið upp og upptakan gerð aðgengileg á miðlum AkureyrarAkademíunnar. 

​Málþingið er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar. Menningarsjóður Akureyrar styrkir viðburðina.
 
                                                                                   Öll velkomin og ókeypis aðgangur. 




Picture
Picture

    RSS Feed

    Eldri fréttir

    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015

AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861