![]() AkureyrarAkademían hlaut á dögunum styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA vegna samstarfsverkefnis stofnunarinnar við Öldrunarheimilinn á Akureyri. Markmið samstarfsverkefnisins, sem unnið er að frumkvæði AkureyrarAkademíunnar, er að bjóða upp á fræðslu um vísindi, listir og menningu fyrir íbúa á Öldrunarheimilum bæjarins, sem sumir hverjir hefðu annars ekki kost á að sækja slíka viðburði. Boðið verður upp á fjögur erindi í Fyrirlestrarröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimilanna í vetur. Tvö erindi hafa verið haldinn en Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, fjallaði um baráttuleiðir eyfiskra kvenna á fyrri helmingi 20. aldar í nóvember og Jón Hjaltason, sagnfræðingur, fjallaði um stærstu bruna á Akureyri síðastliðinn föstudag. Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur, flytur erindi undir yfirskriftinni "Um förumenn og flakkara" sem haldið verður þann 10. febrúar á næsta ári. Síðasta erindi fyrirlestraraðarinnar flytur Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur, þann 17. mars 2017 þar sem hún mun fjalla um konurnar í verksmiðjunum á Akureyri. AkureyrarAkademían stóð fyrir barnabókakynningu laugardaginn 3. desember, í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri. Tveir rithöfundar kynntu bækur sínar, þau Margrét Tryggvadóttir sem ásamt Lindu Ólafsdóttir er að gefa út Íslandsbók barnanna og Sævar Helgi Bragason sem var að gefa út bókina Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna. Margrét Guðmundsdóttir tók lagið með Þórarni Hjartarsyni en Margrét er jafnfram stjórnarformaður AkureyrarAkademíunnar. Stúfur kom svo í óvænt heimsókn og skemmti ungum sem öldnum.
Annað erindið í fyrirlestrarröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimilanna á Akureyri var haldið í sal Hlíðar föstudaginn 2. desember. Jón Hjaltason fjallaði þar um stærstu brunana á Akureyri. Erindi Jóns var mjög vel sótt eins og sjá má á myndunum og hefur þetta nýja samstarfsverkefni gefist mjög vel.
Næsta erindi í fyrirlestrarröð AkAk og Öldrunarheimilanna verður haldið á nýju ári, þann 10. febrúar, en þá mun Dr. Sigurgeir Guðjónsson flytja fyrirlestur um förumenn og flakkara. |
Eldri fréttir
February 2023
|