Þau eru send til fulltrúa AkAk og samstarfsaðila stofnunarinnar.
Tilgangurinn er að miðla upplýsingum um það helsta sem er efst á baugi í starfinu hverju sinn hjá AkAk og að styrkja gagnkvæm tengsl og samskipti.
Fréttabréf AkureyrarAakdemíunnar hafa hafið göngu sína og er stefnt að því að þau komi út að jafnaði mánaðarlega.
Þau eru send til fulltrúa AkAk og samstarfsaðila stofnunarinnar. Tilgangurinn er að miðla upplýsingum um það helsta sem er efst á baugi í starfinu hverju sinn hjá AkAk og að styrkja gagnkvæm tengsl og samskipti. Arndís Bergsdóttir doktor í safnafræði verður með fyrirlestur fyrir heimilisfólk á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 12. nóvember og verður honum streymt þangað út af kvóvít-19.
Fyrirlesturinn heitir Það sem konur gerðu. Rýnt í sýningu safnsins að Snartastöðum og byggir hann á rannsókn Arndísar á safninu að Snartastöðum í Norður-Þingeyjarsýslu. Safnið er um margt ólíkt öðrum byggðasöfnum á landinu því þar skipar handverk kvenna og heimilishald veglegan sess í safneigninni og var það Rannveig Gunnarsdóttir sem kom safninu á fót. Í fyrirlestrinum verður farið stuttlega yfir sögu byggðasafna á Íslandi, fjallað um safneignina að Snartastöðum, henni lýst og dregin fram sú saga af vinnu kvenna sem safnið segir. Samstarf AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimila Akureyrarbæjar um fyrirlestra fyrir heimilisfólk11/11/2020
AkureyrarAkademían og öldrunarheimili Akureyrarbæjar eiga með sér samstarf eins og undanfarin ár um að akademónar haldi þar fyrirlestra fyrir heimilisfólk um ýmis fróðleg og áhugaverð efni. Vegna kóvít-19 verður fyrirlestrum að þessu sinni streymt til heimilisfólks og fer fyrsti fyrirlesturinn fram á morgun, fimmtudag 12. nóvember. Sá næsti verður í desember og tveir fyrirlestrar verða síðan í byrjun næsta árs. Við hjá AkAk erum mjög ánægð með að geta lagt eldri borgurum lið og stytt þeim stundirnar við þessar aðstæður í samfélaginu.
|
Eldri fréttir
February 2023
|