AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
    • Fréttir
  • Viðburðir
    • Kynningar
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing >
      • Innanhúsfólk
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
  • Innanhúsfólk

Barnabókakynning laugardaginn 3. desember

29/11/2016

 
Laugardaginn 3. desember kl. 11:30 mun AkureyrarAkademían í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri bjóða upp á Barnabókakynningu. Margrét Tryggvadóttir kynnir bók sína Íslandsbók barnanna og Sævar Helgi Bragason kynnir bókina Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna. 

Boðið verður upp á tónlist og góðgæti auk þess er leynigestur væntanlegur á Amtsbókasafnið.

​Allir hjartanlega velkomnir!

Picture

Fyrirlestraröð AkAk og Öldrunarheimilanna föstudaginn 2. desember

29/11/2016

 
Picture
Föstudaginn 2. desember mun Jón Hjaltason, sagnfræðingur, flytja erindið Stærstu brunar á Akureyri 1901, 1906 og 1969 þegar Iðunn brann og hluti Gefjunar. Erindið er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimilanna á Akureyri. Fyrirlestur Jóns verður haldin í sal Öldrunarheimilisins Hlíðar og hefst hann kl. 13:30.

Allir hjartanlega velkomnir!

Dr. Sigurgeir Guðjónsson flytur erindi á Þjóðminjasafni Íslands 29. nóvember

22/11/2016

 
Picture
Þriðjudaginn 29. nóvember flytur Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur og fulltrúi í AkureyrarAkademíunni, erindið "Aðbúnaður geðveikra á Íslandi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala". Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12:05. 

Í erindinu rekur Sigurgeir rannsóknarhefðir nágrannalandanna í geðheilbrigðissögu. Í kjölfarið verður kynnt hvaða kenningar liggja til grundvallar rannsókninni og hverju var hafnað. Við rannsóknina var notast við margvíslegar heimildis s.s. opinber gögn og efni frá einstaklingum. Bæði var stuðst við textagreiningu (eigindleg nálgun) og megindlega nálgun (sbr manntöl og aðrar tölulegar upplýsingar. Uppbygging ritgerðarinnar og tímarammi ásamt niðurstöðum verða kynntar. Að lokum verður varpað ljósi á hvaða þýðingu rannsóknin hefur fyrir íslenska sagnfræði. 

Óbyggðasetur Íslands hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar

15/11/2016

 
​Óbyggðasetur Íslands í Norðurdal í Fljótsdal hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016, og eru verðlaunin veitt fyrirtækjum sem bjóða upp á athyglisverðar nýjungar. Arna vann að undirbúningi Óbyggðaseturs í AkureyrarAkademíunni og óskum við þeim Örnu og Steingrími til hamingju með viðurkenninguna. 

Málþing: Fjölmiðlun í almannaþágu?

10/11/2016

 
Picture
Laugardaginn 19. nóvember verður haldið málþing undir yfirskriftinni "Fjölmiðlun í almannaþágu?" í Iðnó, Reykjavík á vegum ReykjavíkurAkademíunnar, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og AkureyrarAkademíunnar. Málþingið verður einnig sent út á sama tíma við Háskólann á Akureyri í stofu M102.

Málþingið er öllum opið og að kostnaðarlausu og fer skráning fram hér. 




Dagskrá málþingsins:

Fyrri hluti: Áskoranir í almannafjölmiðlun
10:45 Dr. Michael Tracey – Prófessor við háskólann í Colorado, Boulder
The Challenges of Public Service Broadcasting – The Battle of Values
11:15 Dr. Gauti Sigþórsson – fagstjóri í miðlun við háskólann í Greenwich, London
Refrains of the Everyday: Notes on the Valuation of Public Service Media
11:45 Spurningar úr sal
12:00 Hádegisverður (gestir geta keypt léttan hádegisverð í Iðnó)

Seinni hluti: Almannafjölmiðlun á Norðurlöndunum
12:45 Dr. Henrik Søndergaard – Dósent við Kaupmannahafnarháskóla
Building Scenarios for Public Service Media in Denmark: What are the Options for Media Policy and how Does it Affect Society?
13:15 Dr. Gunn Enli – Prófessor við Oslóarháskóla
The Media Welfare State: Public Service Broadcasting in the Nordic Region
13:45 Spurningar úr sal

14:00 Pallborðserindi og umræður
Elísabet Indra Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mengis,
Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra
Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands
Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands
14:25 Spurningar úr sal og umræður
15:00 Dagskrárlok
Fundarstjóri: Arna Schram, forstöðukona menningarmála í Kópavogi

<<Previous

    RSS Feed

    Eldri fréttir

    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015

AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861