Boðið verður upp á tónlist og góðgæti auk þess er leynigestur væntanlegur á Amtsbókasafnið.
Allir hjartanlega velkomnir!
Laugardaginn 3. desember kl. 11:30 mun AkureyrarAkademían í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri bjóða upp á Barnabókakynningu. Margrét Tryggvadóttir kynnir bók sína Íslandsbók barnanna og Sævar Helgi Bragason kynnir bókina Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna.
Boðið verður upp á tónlist og góðgæti auk þess er leynigestur væntanlegur á Amtsbókasafnið. Allir hjartanlega velkomnir!
Óbyggðasetur Íslands í Norðurdal í Fljótsdal hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016, og eru verðlaunin veitt fyrirtækjum sem bjóða upp á athyglisverðar nýjungar. Arna vann að undirbúningi Óbyggðaseturs í AkureyrarAkademíunni og óskum við þeim Örnu og Steingrími til hamingju með viðurkenninguna.
Laugardaginn 19. nóvember verður haldið málþing undir yfirskriftinni "Fjölmiðlun í almannaþágu?" í Iðnó, Reykjavík á vegum ReykjavíkurAkademíunnar, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og AkureyrarAkademíunnar. Málþingið verður einnig sent út á sama tíma við Háskólann á Akureyri í stofu M102.
Málþingið er öllum opið og að kostnaðarlausu og fer skráning fram hér. Dagskrá málþingsins: Fyrri hluti: Áskoranir í almannafjölmiðlun 10:45 Dr. Michael Tracey – Prófessor við háskólann í Colorado, Boulder The Challenges of Public Service Broadcasting – The Battle of Values 11:15 Dr. Gauti Sigþórsson – fagstjóri í miðlun við háskólann í Greenwich, London Refrains of the Everyday: Notes on the Valuation of Public Service Media 11:45 Spurningar úr sal 12:00 Hádegisverður (gestir geta keypt léttan hádegisverð í Iðnó) Seinni hluti: Almannafjölmiðlun á Norðurlöndunum 12:45 Dr. Henrik Søndergaard – Dósent við Kaupmannahafnarháskóla Building Scenarios for Public Service Media in Denmark: What are the Options for Media Policy and how Does it Affect Society? 13:15 Dr. Gunn Enli – Prófessor við Oslóarháskóla The Media Welfare State: Public Service Broadcasting in the Nordic Region 13:45 Spurningar úr sal 14:00 Pallborðserindi og umræður Elísabet Indra Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mengis, Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands 14:25 Spurningar úr sal og umræður 15:00 Dagskrárlok Fundarstjóri: Arna Schram, forstöðukona menningarmála í Kópavogi |
Eldri fréttir
February 2023
|