AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
    • Fréttir
  • Viðburðir
    • Kynningar
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing >
      • Innanhúsfólk
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
  • Innanhúsfólk

Heimilisfólk AkureyrarAkademíunnar tekur þátt í Þjóðarspeglinum 2020

28/10/2020

 
Tvær fræðikonur hjá AkureyrarAkademíunni verða með erindi í Þjóðarspeglinum, árlegri ráðstefnu í félagsvísindum við HÍ, sem fer fram föstudaginn 30. október nk. Þetta eru þær dr. Arndís Bergsdóttir og dr. Valgerður S. Bjarnadóttir.

Arndís verður með erindi í málstofunni Disability before Disability: Thinking outside preconceived ways of doing research  og heitir erindi hennar Rými fyrir kvikar sögur: Ósýnilegur arfur fatlaðs fólks á söfnum. Arndís tekur einnig þátt í  pallborði í málstofunni Stéttavitund, elitumyndun og menningarlegt forræði en þar er viðfangsefnið valdagreining á íslensku samfélagi fyrr og nú.

Valgerður er meðhöfundur tveggja erinda. Annað þeirra verður haldið í málstofu um Háskóla og lýðræði og hefur það heitið Háskólar og samtal við samfélagið – Vinnumatskerfið sem stýrandi afl. Hitt erindið verður haldið í málstofu um Móðurhlutverk og mæðrun  og fjallar það um niðurstöður rannsóknar á áhrifum Covid-19 faraldursins á heimilislíf, heimilisstörf og umönnun barna.
​
Ráðstefnan í ár er rafræn og málstofur haldnar í streymi. Á vefsíðu ráðstefnunnar er að finna yfirlit yfir allar málstofur í stafrófsröð og þegar smellt er á nafn málstofu er hægt að nálgast tengil á streymi og ágrip erinda https://thjodarspegillinn.hi.is/#Dagskra2020
​

AkureyrarAkademían þátttakandi í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu

27/10/2020

 
AkureyrarAkademían hefur gerst þátttakandi í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu sem er öflugur samstarfsvettvangur fjölda fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga, háskóla, stéttarfélaga, fræðsluaðila og fleiri um miðlun hagnýtrar þekkingar. Þar hefur verið byggð upp öflug verkfærakista atvinnulífs og skóla sem fer sífellt stækkandi og inniheldur fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem styður við faglega stjórnun og vönduð vinnubrögð. Við hjá AkureyrarAkademíunni sjáum okkur mikinn hag af þátttöku í KOMPÁS samfélaginu.

Samstarfssamningur Háskólans á Akureyri og AkureyrarAkademíunnar

27/10/2020

 
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar, hafa endurnýjað samstarfssamning aðila til næstu þriggja ára. Markmið samningsins er m.a. að efla samstarf milli aðila og stuðla að sem bestri nýtingu sérfræðiþekkingar, kunnáttu, efniviðs og aðstöðu sem samningsaðilar búa yfir. Á liðnum árum hefur samstarf HA og AkAk verið gott og farsælt. Við í AkureyrarAkademíunni fögnum endurnýjun samningsins og hlökkum til frekara samstarfs við HA.

Umræðufundur um framtíðarstefnu AkureyrarAkademíunnar

6/10/2020

 
Fyrir skömmu blésu fulltrúar AkureyrarAkademíunnar til umræðufundar um stefnu og starf AkAk á næstu árum. Hólmar Svansson framkvæmdastjóri HA var fenginn til að stýra vinnunni og notaði þar áhugaverðar og skemmtilegar aðferðir sem fólust meðal annars í að fólk mótaði eigin útfærslur með legókubbum sem stóðu fyrir sýn á áherslur og verkefni sem framtíðarstefna fyrir AkAk þurfi að taka til. Gert er ráð fyrir að næstu mánuðir verði notaðir til að vinna að þessu verki. Hér eru tvær myndir af legóbyggingum dagsins.
Picture
Picture

    RSS Feed

    Eldri fréttir

    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015

AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861