AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
    • Fréttir
  • Viðburðir
    • Kynningar
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing >
      • Innanhúsfólk
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
  • Innanhúsfólk

Skapandi sumarstörf og AkureyrarAkademían

18/8/2016

 
​Við í AkureyrarAkademíunni fengum í vikunni góða gesti frá skapandi sumarstörfum í Ungmennahúsinu Rósenborg. Tilefni heimsóknarinnar er samstarf AkureyrarAkademíunnar og Skapandi sumarstarfa vegna viðburðar okkar á Akureyrarvöku „samtal um hamingjuna“. Í sumar hafa ungmennin unnið að því að fanga hamingjuna hvert með sínum hætti. Það var skemmtilegt fyrir Akademóna að fá að heyra frá verkefnunum og bíðum við spennt eftir að fá að sjá afraksturinn á sýningunni. Við hvetjum alla til að mæta á sýninguna sem verður opnuð laugardaginn 27. ágúst kl 13:00 í Hlöðunni Litla-Garði. 
Picture

Helgarnámskeið í skapandi skrifum

16/8/2016

 
AkureyrarAkademían bendir á helgarnámskeið í skapandi skrifum í Mývatnssveit. 
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja auka ritfærni sína og skrifa skáldskap, jafnt byrjendum sem lengra komnum.  
Kennt er í Sel Hótel – Mývatni fös. 26. ágúst 18:00-22:00, 27. ágúst 10:00-14:00 og 28. ágúst 10:00-14:00.
Verð: 30.000 kr. 
Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, rithöfundur og fullorðinsfræðari
 
Skráning og frekari upplýsingar: http://www.stilvopnid.is

Samtal um hamingjuna. Edda Björgvinsdóttir og Gunnar Hersveinn

10/8/2016

 
Picture
AkureyrarAkademían býður gestum Akureyrarvöku á viðburðinn „Samtal um hamingjuna“ í Hlöðunni Litla-Garði laugardaginn 27. ágúst kl 14:00. Þar munu Edda Björgvinsdóttir og Gunnar Hersveinn munu meðal annars ræða samband húmors og hamingju og hvers vegna ástæða er til að efla húmor og gleði í lífinu.

Edda Björgvinsdóttir er leikkona og MA í mennta- og menningarstjórnun. Meistararitgerð Eddu fjallar um „Húmor í stjórnun“ og nýverið lauk hún  diplómanámi í jákvæðri sálfræði frá HÍ. Edda hefur sl. 20 ár haldið ótalmörg námskeið og fyrirlestra hjá fyrirtækjum, félagasamtökum, hópum og opinberum stofnunum. Vinsælustu fyrirlestrar Eddu á vinnustöðum fjalla um húmor sem stjórntæki og gagnsemi hans í mannlegum samskiptum og til að auka starfsánægju.

Gunnar Hersveinn er rithöfundur og heimspekingur. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagsumræðunni til margra ára, haldið fyrirlestra og námskeið og skrifað bækur um gildi lífs og þjóðar. Þær heita Gæfuspor - gildin í lífinu, Orðspor - gildin í samfélaginu, Þjóðgildin og Hugskot - skamm-, fram- og víðsýni (2016) sem hann skrifaði með Friðbjörgu Ingimarsdóttur. 

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands munu taka viðburðinn upp og verður hann gerður aðgengilegur á Youtube.

AkureyrarAkademían, í samstarfi við Skapandi sumarstörf í Rósenborg mun opna sýningu nemenda í skapandi sumarstörfum en þeir hafa í sumar unnið að því að fanga hamingjuna eins og hún birtist þeim, með sköpunargleðina að leiðarljósi. Sýningin opnar kl 13:00 laugardaginn 27. ágúst í Hlöðunni, Litla-Garði.
​
Viðburðurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. 

Hagnýtt örnámskeið AkureyrarAkademíunnar

4/8/2016

 
Miðvikudaginn 3. ágúst 2016 stóð AkureyrarAkademían fyrir námskeiðinu Rannsóknasjóður Rannís: Gerðu betri umsókn! Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri rannsókna og upplýsinga og forstöðumaður rannsóknarþjónustu við Háskólann í Reykjavík var kennari á námskeiðinu. Námskeiðið var vel sótt og vonandi mun það nýtast þeim sem það sóttu í að gera betri umsóknir.  
Picture

    RSS Feed

    Eldri fréttir

    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015

AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861