
Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar júní 2021 |
Hér er þriðja fréttabréf AkureyrarAkademíunnar á þessu ári og í því er greint frá helstu tíðindum úr starfinu á vettvangi AkAk frá því að síðasta fréttabréf var sent út í apríl sl. ![]()
Bókin, Saga netagerðar á Íslandi, eftir Sigurgeir Guðjónsson akademóna og sagnfræðing kom nýlega út í prentaðri útgáfu en áður var búið að gefa hana út sem rafbók. Útgefandi er Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM). Netagerð eru þar ein af fleiri fagreinum og í ritinu er þróun netagerðar fylgt frá fyrri öldum til nútímans. Einstakir forvígismenn greinarinnar eru kynntir og þeirra framlag rakið. Einnig fylgir samantekt á launa- og stéttabaráttu Nótar, félags netagerðarmanna. Á fyrstu árum Nótar unnu margar konur í netagerð og var félagið öflugt þegar kom að jafnlaunastefnu kynjanna og almennri jafnréttisbaráttu kvenna. Jafnframt er því lýst hvernig reynt var að efla netagerð sem löggilda iðngrein innan íslensks skóla- og menntakerfis. Hægt er að nálgast bókina á heimasíðu VM bæði sem rafbók og á pdf formi. Þess ber geta að árið 2017 gaf félagið út, Saga vélstjórastéttarinnar á Íslandi, og var Sigurgeir einnig höfundur að þeirri bók.
Í sumar verður Iðnaðarsafnið á Akureyri með viðburði á fimmtudögum.
Dagskrá Fimmtudagsviðburðanna á Iðnaðarsafninu er sem hér segir: 17. júní - Formleg opnun sýningarinnar „Terra Fyrir herra kl. 13.00. 1. júlí - Átti merki KEA virkilega heima á Akureyrarkirkju? Jón Hjaltason. 8. júlí - Netagerð á Akureyri. Sigurgeir Guðjónsson. 12. ágúst - Kynning á ullarvinnslu frá Gilhaga. 19. ágúst - Sennilega erindi um skinnaiðnað. Þórarinn Hjartarson. 26. ágúst - Jón Arnþórsson bjargvættur Iðnminja. Jóna S. Friðriksdóttir. Allir fyrirlestrar eru kl. 12.00. Aðra fimmtudaga verður boðið upp á myndbandsýningar kl. 13.00 og kl. 15.00. Nánari upplýsingar hjá Þorsteini E. Arnórssyni safnstjóra Iðnaðarsafnsins s. 462-3600 eða 891-7927. http://www.idnadarsafnid.is/is |
Eldri fréttir
February 2023
|