Akademónar komu víða við í sumarferðinni, fyrst á Völlum í Svarfaðardal, síðan á kaffihúsi þeirra Bakkabræðra Gísla, Eiríks og Helga á Dalvík. Næst var farið í Pálshús á Ólafsfirði á sýninguna "Flugþrá" og svo haldið á Siglufjörð í göngutúr og að lokum endað í skógræktinni í Skarðsdal. Frábær dagur í góðum félagsskap!
Í fyrra fóru akademónar í vel heppnaða vorferð og var ákveðið að endurtaka leikinn í ár. Eftir miklar bollaleggingar um verðurfar var ákveðið að fara ekki í ferðina fyrr en í lok júní til að hægt væri að treysta á blíðskaparveður. Það stóðst og úr varð vel heppnuð sumarferð.
Akademónar komu víða við í sumarferðinni, fyrst á Völlum í Svarfaðardal, síðan á kaffihúsi þeirra Bakkabræðra Gísla, Eiríks og Helga á Dalvík. Næst var farið í Pálshús á Ólafsfirði á sýninguna "Flugþrá" og svo haldið á Siglufjörð í göngutúr og að lokum endað í skógræktinni í Skarðsdal. Frábær dagur í góðum félagsskap! Ársfundur AkureyrarAkademíunnar var haldinn þann 29. maí í nýju húsnæði stofnunarinnar, Frumkvöðlasetrinu Verksmiðjunni Glerárgötu 34. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og var meðal annars kosin ný stjórn. Í stjórn AkAk starfsárið 2019-2020 eru:
Steinunn A. Ólafsdóttir, formaður. Ólafur B. Thoroddsen, gjaldkeri. Dr. Sigurgeir Guðjónsson, ritari. Í fulltrúaráði eru: Dr. Arndís Bergsdóttir Dr. Martina Huhtamaki Dr. Skafti Ingimarsson Dr. Valgerður S. Bjarnadóttir Síðastliðin tvö starfsár hefur Bergljót Þrastardóttir starfað sem formaður. Við félagar hennar þökkum henni samstarfið og öll hennar góðu störf í þágu AkAk. Við óskum nýrri stjórn og fulltrúaráði farsældar á nýju starfsári. |
Eldri fréttir
February 2023
|