Akademónar skelltu sér í vorferð í síðustu viku í Svarfaðadal þar sem við nutum veðurblíðunar. Ferðin heppnaðist einstaklega vel en við fórum meðal annars í Hánefsstaðaskóg og gengum út í friðland Svarfdæla. Þann 30. maí varði sagnfræðingurinn og akademóninn Skafti Ingimarsson doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist Íslenskir kommúnistar og sósíalistar: Flokksstarf, félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918-1968.
Skafti hefur nú gefið AkureyrarAkademíunni eintak af doktorsritgerð sinni sem við erum stolt að taka á móti en Skafti hefur unnið mikið starf í þágu AkureyrarAkademíunnar og var meðal annars formaður hennar árin 2013-2015. Við óskum Skafta innilega til hamingju með áfangann! |
Eldri fréttir
June 2022
|