Reglulega eru haldnir súpufundir í AkureyrarAkademíunni. Ný stjórn bauð akademóunum upp á súpu í vikunni og gafst akademóunum kostur á að koma með hugmyndir að verkefnum fyrir starfsárið.
Háskólahátíð HA fór fram á laugardag. Hátíðin var glæsileg að vanda en brautskráning kandídata var eins og ávalt hápunktur athafnarinnar. Við í AkureyrarAkademíunni óskum kandídötum til hamingju með áfangann, sérstaklega Ólöfu Maríu Birnu Brynjarsdóttur, akademóna, sem lauk BA gráðu í Nútímafræði við HA í febrúar síðastliðnum.
Skafti Ingimarsson og Jakob Þór Kristjánsson hlutu nýverið starfsstyrk Hagþenkis. Styrkinn munu þeir nota til rannsókna á stjórnmála- og menningarsamskiptum Íslendinga og Dana 1919-1924. Við í AkureyrarAkademíunni óskum Skafta og Jakobi til hamingju með styrkveitinguna.
|
Eldri fréttir
June 2022
|