Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, úthlutaði á dögunum starfsstyrkjum til ritstarfa. Skafti Ingimarsson, félagi í AkureyrarAkademíunni, hlaut styrk vegna ritunar sögu stjórnmála- og menningarsamskipta Íslands og Danmerkur á árunum 1919-1924. Við óskum Skafta innilega til hamingju með styrkveitinguna
Á ársfundi þann 18. maí síðastliðin fór fram kjör nýrrar stjórnar og fulltrúaráðs AkureyrarAkademíunnar. Við þökkum fráfarandi stjórn fyrir góð og óeigingjörn störf í þágu Akademíunnar og bjóðum um leið nýja stjórn velkomna og óskum henni velfarnaðar í störfum sínum. Stjórn skipa nú:
Margrét Guðmundsdóttir, formaður. Valgerður S. Bjarnadóttir, ritari Ólafur B. Thoroddsen, gjaldkeri Fulltrúaráð AkureyrarAkademíunnar starfsárið 2016-2017 skipa: Arndís Bergsdóttir Bergljót Þrastardóttir Jóhanna María E. Matthíasdóttir Sigurgeir Guðjónsson |
Eldri fréttir
June 2022
|