Föstudaginn 27. maí sl. var Rannveig Karlsdóttir kennari og þjóðfræðingur með fyrirlestur fyrir íbúana á Lögmannshlíð og aðra bæjarbúa um ævi og störf brautryðjandans og kvenskörungsins Jóninnu Sigurðardóttur (1879-1962) húsmæðrakennara. Jóninna bjó mestan hluta ævi sinnar á Akureyri og var landsþekkt fyrir störf sín að eflingu húsmæðramenntunar og þekkingu almennings á matargerð og húshaldi. Um 30 til 40 manns komu saman í salnum á Lögmannshlíð og hlýddu á skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um ævi og störf þessarar merku konu. Norðurorka hf. styrkti fyrirlesturinn. Á myndinni er Rannveig Karlsdóttir fyrirlesari
Á ársfundi AkAk 2022 sem var haldinn þriðjudaginn 24. maí sl. fóru m.a. fram kosningar í stjórn og fulltrúaráð á komandi starfsári.
Í stjórn eru Sigurgeir Guðjónsson formaður, Þórhallur S. Bjarnason gjaldkeri og Steinunn A. Ólafsdóttir ritari. Í fulltrúaráði eru Gunnar Árnason, Jakob Þór Kristjánsson, Jón Hjaltason og Margrét Guðmundsdóttir. AkAk þakkar öllum sem komið hafa að starfseminni á liðnu starfsári fyrir þeirra framlag og ánægjulegt samstarf. Ársfundur AkAk 2022 verður haldinn þriðjudaginn 24. maí nk. í húsnæði AkAk, Sunnuhlíð 12, Akureyri og er dagskráin eftirfarandi:
Fundur hefst kl. 19:30 á því að fundarmenn kjósa ritara og fundarstjóra. Steinunn A. Ólafsdóttir býður sig fram sem ritari og Sigurgeir Guðjónsson býður sig fram sem fundarstjóri. Dagskrá ársfundar er eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar: Steinunn A. Ólafsdóttir, stjórnarformaður. 2. Endurskoðun reikninga: Þórhallur S. Bjarnason, gjaldkeri, kynnir ársreikning. 3. Upptalning fulltrúa: Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri, les upp fulltrúa. 4. Kjör formanns og fulltrúaráðs. Ársfundur kýs sjö manna fulltrúaráð. Stjórn er skipuð þremur einstaklingum úr fulltrúaráði. Formaður er kosinn sérstaklega. Fulltrúaráð kýs úr sínum röðum gjaldkera og ritara. Þau sem hafa boðið sig fram í fulltrúaráð eru: a) Sigurgeir Guðjónsson, formaður b) Þórhallur S. Bjarnason, gjaldkeri c) Steinunn A. Ólafsdóttir, ritari d) Gunnar Árnason, fulltrúaráð e) Jakob Þór Kristjánsson, fulltrúaráð f) Jón Hjaltason, fulltrúaráð g) Margrét Guðmundsdóttir, fulltrúaráð 5. Fjárhagsáætlun og árgjald. a. Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri, leggur fram rekstraráætlun fyrir árið 2022. b. Árgjald er nú 1500 kr. Stjórn leggur til óbreytt árgjald. 6. Breytingar á skipulagsskrá. Stjórn leggur ekki til breytingar á skipulagsskrá. 7. Önnur mál. a. Kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar AkAk um aðstöðu og þjónustu. b. Húsnæði í Sunnuhlíð fyrir heilsugæsluna Akureyri. c. Félagsstarf, m.a. vorferð akademóna o.fl. 8. Fundi slitið. Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar. Vísindasamfélagið á Akureyri. Hvað gengur vel og hvað getum við gert saman til að efla Akureyri sem eftirsóknarverðan stað til að vinna að rannsóknum og fræðastarfi?
Opinn fundur AkureyrarAkademíunnar og Háskólans á Akureyri, fimmtudag 17. maí, kl. 12:00-13:00, í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri. Á fundinum verður sjónum beint að framþróun vísindasamfélagsins á Akureyri og hvernig megi efla það ennfrekar. Inngangserindi halda annars vegar Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur um 15 ára rannsóknarsögu AkureyrarAkademíunnar og hins vegar Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri um umhverfi og aðstöðu fyrir rannsóknir og fræðastarf á Akureyri. Eftir erindin fara fram umræður um það sem við erum nú þegar með sem tryggja þarf áfram og hvernig megi efla Akureyri sem eftirsóknarverðan kost fyrir vísinda- og fræðafólk til að starfa að sínum rannsóknum. Hvað vantar upp á? Hvað getum við gert saman til að búa í haginn fyrir öflugt vísindalíf á Akureyri? Allir velkomnir! Ársfundur AkureyrarAkademíunnar (AkAk) 2022 fer fram þriðjudaginn 24. maí nk. og hefst kl. 19:30.
Fundurinn er í húsnæði AkAk, Sunnuhlíð 12, Akureyri. Á dagskrá eru aðalfundarstörf samkvæmt 12. gr. skipulagsskrár AkAk: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðun reikninga. 3. Upptalning fulltrúa. 4. Kjör formanns og fulltrúaráðs. 5. Fjárhagsáætlun og árgjald. 6. Breytingar á skipulagsskrá. 7. Önnur mál. Árgjald vegna ársfundar 2022 er kr. 1.500. Vakin er athygli á að samkvæmt 5. gr. skipulagsskrár AkAk er atkvæðisréttur á ársfundi bundinn við þá sem greiða árgjald fyrir ársfund en fundurinn er engu að síður öllum opinn. |
Eldri fréttir
January 2023
|