Í maí hefur AkureyrarAkademín tekið þátt í "Hjólað í vinnuna". Alls voru sex akademónar sem hjóluðu eða gengu til vinnu í mánuðnum. Akademóninn Steinunn A. Ólafsdóttir hafði frumkvæði af því að skrá AkureyrarAkademíuna og hefur haldið utan um ferðirnar og skilað inn. Þegar við mættum ti vinnu í morgun beið okkar viðurkenningarskjal og súkkulaðirúsínur.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur frá árinu 2003 staðið fyrir verkefninu "Hjólað í vinnuna". Í ár tekur AkureyrarAkademían þátt og hafa akademónar gengið og hjólað í vinnuna.
Á dögunum kom út Saga vélstjórastéttarinnar á Íslandi sem gefin er út af VM Félagi vélstjóra og málmtæknimanna.
Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur og akademóni, ritaði bókina. Í tilefni útgáfunnar afhenti samstarfsfólk Sigurgeirs í AkureyrarAkademíunni honum blómvönd. Við óskum Sigurgeiri til hamingju með verkið og ánægjulegt að sjá afrakstur þeirrar miklu vinnu sem Sigurgeir hefur lagt í bókina. Ársfundur AkureyrarAkademíunnar var haldinn miðvikudaginn 17. maí. Á fundinum kusu fulltrúar nýja stjórn en hana skipa:
Bergljót Þrastardóttir, formaður. Ólafur B. Thoroddsen, gjaldkeri. Steinunn Arnars Ólafsdóttir, ritari. Jafnframt var kosið fulltrúaráð AkureyrarAkademíunnar en í því sitja: Arndís Bergsdóttir. Martina Huhtamäki. Sigurgeir Guðjónsson. Valgerður S. Bjarnadóttir. Við óskum nýrri stjórn velfarnaðar í störfum sínum á starfsárinu. Við akademónar þökkum þeim Margréti Guðmundsdóttur, Ólafi B. Thoroddsen og Valgerði S. Bjarnadóttur sem sátu í stjórn AkAk starfsárið 2016-2017 fyrir það óeigingjarna starf sem þau hafa unnið fyrir stofnunina. Þann 17. maí undirrituðu Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar, nýjan samstarfssamning. Á liðnum árum hefur samstarf aðilanna verið gott og farsælt. Við í AkureyrarAkademíunni fögnum endurnýjun samningsins og hlökkum til frekara samstarfs við HA.
|
Eldri fréttir
February 2023
|