AkureyrarAkademían hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi. Í tilefni þessara tímamóta var Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, útnefnd heiðursfélagi AkureyrarAkademíunnar. Margrét hefur frá stofnun Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins og því viðeigandi að veita henni nafnbótina. Síðast var Sigrún Höskuldsdóttir valin heiðursfélagi þegar Akademían fagnaði 5 ára afmæli sínu. Heiðursfélagar AkureyrarAkademíunnar þær Sigrún Höskuldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir
Vantar þig vinnuaðstöðu til að sinna fræðastörfum og/eða námi?
AkureyrarAkademían leigir út vinnuaðstöðu í notalegu umhverfi með internetaðgangi, prentara, eldhúsaðstöðu og síðast en ekki síst frábærum félagsskap. Hafðu samband á netfangið kristinheba@akak.is eða í síma 461-4600 ef þú hefur áhuga! Afmælisfögnuður AkureyrarAkademíunnarÍ tilefni 10 ára afmælis Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi býður AkureyrarAkademían til afmælisfögnuðuar fimmtudaginn 12. maí frá 16:30 til 18:30. Kvennfélagið Baldursbrá sér um veitingarnar og Jón Tumi og Freyja flytja nokkur lög. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna. Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar á netfangið: kristinheba@akak.is eða í síma 461-4600. Hlökkum til að sjá ykkur!
Aðalfundarboð
Stjórn AkureyrarAkademíunnar boðar til aðalfundar miðvikudaginn 18. maí klukkan 20:00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði AkureyrarAkademíunnar, Háhlíð 1 (Árholti). Dagskrá:
Kosningarétt á Aðalfundi hafa þeir sem eru félagar í AkureyrarAkademíunni. Félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald kr 1500 inn á reikning: 565-25-450914 kt: 450914-1500 fyrir 18. maí 2016 til að öðlast atkvæðisrétt, einnig er hægt að greiða félagsgjald á fundinum. Stjórn AkureyrarAkademíunnar |
Eldri fréttir
February 2023
|