AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
    • Fréttir
  • Viðburðir
    • Kynningar
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing >
      • Innanhúsfólk
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
  • Innanhúsfólk

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar april 2022

28/4/2022

 
Nýtt fréttabréf AkAk er komið út og þar er greint frá helstu tíðindum í starfinu frá því að síðasta fréttabréf var sent út í febrúar sl. 
Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar apríl 2022
File Size: 183 kb
File Type: pdf
Download File

Spennandi sumarstarf fyrir háskólanema í upplýsingafræði og sagnfræði

25/4/2022

 
ReykjavíkurAkademían óskar eftir að ráða tvo háskólanema í sumar, annan í upplýsingafræði og hinn í sagnfræði, til að vinna við rannsóknaverkefnið: Gagnagrunnur um starf og afurðir sjálfstætt starfandi fræðafólks. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnið í samvinnu við AkureyrarAkademíuna.Um er að ræða fullt starf í þrjá mánuði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. júní.
STARFSLÝSING
Starfið felst í að taka saman upplýsingar um fjölda, menntun og afurðir fræðafólks hjá Reykjavíkur- og AkureyrarAkademíunni á tímabilinu 1997 – 2021 og skrá í gagnagrunn. Einnig að skoða fjármögnun opinberra sjóða og breytingar á umhverfi sjálfstætt starfandi fræðafólks. Verkefninu lýkur með fyrirlestri á málþinginu Sjálfstæðir rannsakendur – umhverfi og áskoranir sem haldið verður 14. október 2022.

HÆFNISKRÖFUR
Leitað er að nema í upplýsingafræði með áhuga á gerð og virkni upplýsingagrunna og nema í sagnfræði með áhuga á sögu íslenskra fræða, rannsókna og þekkingarsköpunar á sviði hug- og félagsvísinda. Æskilegt er að umsækjendur búi yfir frumkvæði og sveigjanleika og eigi auðvelt með að vinna í teymi, auk nákvæmni í vinnubrögðum og samviskusemi.

Nánari upplýsingar um verkefnið: www.akademia.is/gagnagrunnur-styrkur/
Nánari upplýsingar um starfið: annath@akademia.is / 844 1035
Umsóknir sendist í tölvupósti til: ra@akademia.is ásamt tveimur meðmælabréfum. Umsóknafrestur er til og með 8. maí.
​

Hvers konar þéttbýli viljum við?

22/4/2022

 
Þriðjudaginn 26. apríl nk. mun dr. Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur halda fyrirlestur á vegum AkureyrarAkademíunnar um skipulagsmál sem hefur yfirskriftina: Hvers konar þéttbýli viljum við? Í fyrirlestrinum ætlar dr. Páll Jakob að fjalla um upplifun fólks í þéttbýlisumhverfi, hvað þurfi að leggja áherslu á svo skapa megi mannvænt og heilsusamlegt þéttbýli og hvernig megi brúa bilið milli ólíkra hagsmunahópa þegar kemur að hönnun og uppbyggingu þess. Á 21. öldinni er krafan sú að við hönnun, mótun og skipulagningu þéttbýlis sé heilsa og velferð fólks tekin alvarlega. Að umhverfið sé því  hliðhollt, það bæti, efli og styrki.

Fyrirlesturinn fer fram í sal Félags eldri borgara á Akureyri, Bugðusíðu 1, og hefst kl. 16:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. 

Dr. Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney. Hann er sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan, hvort um er að ræða náttúru eða byggt umhverfi. 

Dr. Páll Jakob hefur áralanga reynslu af skipulagsmálum og verkefnum er snúa að verndun byggingararfsins, s.s. uppmælingum og gerð húsakannana, auk þess að vinna að sálfræðilegum rannsóknum. Hann hefur um árabil verið ötull talsmaður þess að sálfræðileg sjónarmið fái sitt rými í hönnunar- og skipulagsferlum og lögð sé ríkari áhersla á samspil fólks og umhverfis.

Dr. Páll Jakob á og rekur TGJ – hönnun-ráðgjöf-rannsóknir og einnig ráðgjafarfyrirtækið ENVALYS.  Þá kennir dr. Páll Jakob umhverfissálfræði við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, auk þess að vera fyrirlesari og markþjálfi.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti í fyrirlestraröð á þessu ári sem AkAk mun bjóða bæjarbúum upp á í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar á árinu. Markmiðið með fyrirlestrunum er að auka framboð á fjölbreyttu og aðgengilegu efni um sögu og menningarlíf á Akureyri og að virkja almenning til þátttöku. Menningarsjóður Akureyrar styrkir fyrirlestrana. 
Picture
Picture

Styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

19/4/2022

 
AkureyrarAkademían og ReykjavíkurAkademían fengu nýlega styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða tvo háskólanemendur, annan í upplýsingafræði og hinn í sagnfræði,  til að vinna gagnagrunn um fjölda, menntun, starfsaðstæður og verk sjálfstætt starfandi fræðafólks, sem á tímabilinu 1997 – 2021 starfaði um lengri eða skemmri tíma í ReykjavíkurAkademíunni og í AkureyrarAkademíunni. Yfirlit yfir þessi mál er ekki tiltækt og er markmiðið með gagnagrunninum að ná utan um auðlegð og fjármögnun þekkingar í RA og AkAk og að tala fyrir og gera hópinn sýnilegan í opinberum hagtölum og meta hagrænt framlag hans til samfélagsins. Akademíurnar tvær leita nú að nemendum til þess að vinna að þessu mikilvæga verkefni.

Líf doktorsnema í AkureyrarAkademíunni

19/4/2022

 
Pistill Steinunnar A. Ólafsdóttur um líf hennar sem doktorsnema í AkureyrarAkademíunni. 
Picture
Steinunn A. Ólafsdóttir ​ sjúkraþjálfari og lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ.
<<Previous

    RSS Feed

    Eldri fréttir

    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015

AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861