opnir öðrum bæjarbúum. Tilgangur verkefnisins er að auka framboð á fjölbreyttu og aðgengilegu menningartengdu efni fyrir eldri borgara og stuðla að auknum lífsgæðum þeirra. Við hjá AkAk þökkum kærlega fyrir stuðninginn.
Meðal verkefna sem Menningarsjóður Akureyrar styrkir á þessu ári er samstarfsverkefni AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimilanna í bænum sem felur í sér að akademónar halda fyrirlestra á heimilunum fyrir íbúana sem eru jafnframt
opnir öðrum bæjarbúum. Tilgangur verkefnisins er að auka framboð á fjölbreyttu og aðgengilegu menningartengdu efni fyrir eldri borgara og stuðla að auknum lífsgæðum þeirra. Við hjá AkAk þökkum kærlega fyrir stuðninginn. Ársfundur AkureyrarAkademíunnar (AkAk) 2021 verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk. kl. 20:00 í fundarsal KFUM/K í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð 12, Akureyri. Gengið er upp tröppur að sunnanverðu og er salurinn á 2. hæð. Gætt verður í hvívetna að reglum um sóttvarnir og fjarlægðarmörk en í salnum er rúm fundaraðstaða. Á dagskrá eru aðalfundarstörf samkvæmt 12. gr. skipulagsskrár AkAk: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðun reikninga. 3. Upptalning fulltrúa. 4. Kjör formanns og fulltrúaráðs. 5. Fjárhagsáætlun og árgjald. 6. Breytingar á skipulagsskrá. 7. Önnur mál. Á fundinum mun Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur jafnframt kynna verkefni sem hún hefur unnið að fyrir AkAk sem felur í sér yfirlit yfir verk sem háskólafólk og aðrir fræðimenn hafa unnið að á vettvangi AkAk frá stofnun Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi árið 2006 og til þessa. Ennfremur verða lögð fram drög að starfsstefnu AkAk í samræmi við 4. gr. skipulagsskrár til umræðu og samþykktar. Árgjald vegna ársfundar 2021 er kr. 1.500. Vakin er athygli á að samkvæmt 5. gr. skipulagsskrár AkAk er atkvæðisréttur á ársfundi bundinn við þá sem greiða árgjald fyrir ársfund en fundurinn er engu að síður öllum opinn. ![]()
Hér er annað fréttabréf AkureyrarAkademíunnar á þessu ári og í því er greint frá helstu tíðindum úr starfinu á vettvangi AkAk frá því að síðasta fréttabréf var sent út í febrúar sl. ![]()
Í dag undirrituðu framkvæmdastjórar AkureyrarAkademíunnar og ReykjavíkurAkademíunnar nýjan samstarfssamning Akademíanna til næstu þriggja ára. Markmið samningsins er að efla samstarf milli stofnananna og fræðimanna þeirra með áherslu á samráðsfundi og málþing, miðlun hagnýtra og stjórnunartengdra upplýsinga, rannsóknir og miðlun og nýtingu aðstöðu og húsnæðis. ![]()
Bókin Þegar kona brotnar - og leiðin út í lífið á ný eftir Sigríði Arnardóttur (Sirrý) kom út árið 2019 í samstarfi við VIRK starfsendurhæfingu og fyrir skömmu sem hljóðbók. Þar segja 12 konur sögu sína af því að kulna, brotna, örmagnast og hvernig þær finna lífsgleðina og starfsorkuna á ný.
Margrét Guðmundsdóttir akademóni og sagnfræðingur er höfundur kafla í bókinni þar sem hún ræðir um störf kvenna – bæði launuð og ólaunuð – og bjargráð þeirra í baráttunni fyrir betra lífi eða einfaldlega til að lifa af. Saga formæðra okkar er borin saman við flókið og margbreytilegt líf ungra kvenna í samtímanum. Mæður þeirra, ömmur eða langömmur tóku sér orðið kulnun aldrei í munn. Langmæðgur okkar lögðust hins vegar sumar í kör og risu jafnvel ekki upp úr fletum sínum um lengri eða skemmri tíma. Þær fundu þrátt fyrir allt leið til að mæta erfiðum og þungbærum aðstæðum. |
Eldri fréttir
February 2023
|