Á síðasta ári var undirritaður nýr samstarfssamningur milli AkureyrarAkademíunnar og Háskólans á Akureyri. Samstarfið milli aðilanna hefur um árabil verið mjög gott en áhersla hefur verið lögð á að bæta það enn frekar. Í síðustu viku kom Stefán B. Sigurðsson, prófessor við HA, í heimsókn í AkAk og átti fund með doktorsnemum og nýdoktorum sem starfa í AkAk. Fundurinn er liður í undirbúningi HA á doktorsnámi við skólann og ræddu Stefán og akademónarnir ýmsa mikilvæga þætti í uppbyggingu doktorsnáms.
Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar, og Svandís Nína Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkur Akademíunnar undirrituðu nýverið samstarfssamning. Samningurinn markar upphafið á enn meira samstarfi á milli stofnananna og við í AkureyrarAkademíunni hlökkum til að vinna enn meira með vinum okkar í Reykjavíkur Akademíunni.
Föstudaginn 13. apríl fór fram síðasta erindið á fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimila Akureyrar, sem nú var haldin í annað sinn. Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, og Þórarinn Hjartarson, syngjandi sagnfræðingur, fjölluðu um vinnu kvenna í Eyjafirði á fyrri helmingi 20. aldar. Það lá vel við að Margrét héldi síðasta erindið þennan veturinn en hún átti hugmyndina að því að bjóða upp á fræðandi fyrirlestra fyrir íbúa á Öldrunarheimilunum.
Við í AkureyrarAkademíunni þökkum starfsfólki og heimilisfólki Öldrunarheimilanna fyrir gott og gefandi samstarf. Fyrirlestur á Hlíð - Vinna kvenna í Eyjafirði - falin og ófalin - á fyrri helmingi 20. aldar3/4/2018
Föstudaginn 13. apríl fer fram þriðji og síðasti fyrirlesturinn á fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimila Akureyrar í vetur. Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, og Þórarinn Hjartarson, syngjandi sagnfræðingur, flytja erindið Vinna kvenna í Eyjafirði - falin og ófalin - á fyrri helmingi 20. aldar.
Fyrirlesturinn fer fram í samkomusalnum á Hlíð föðstudaginn 13. apríl kl. 13:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir! |
Eldri fréttir
February 2023
|