Stífar herðar og vöðvabólga hrjá oft akademóna. Nýlega bættist Steinunn Arnars Ólafsdóttir í hópinn í AkureyrarAkademíunni en hún er doktorsnemi og sjákraþjálfari. Í hádeginu stýrði hún okkur í stuttri leikfimi til að liðka háls, herðar og bak og eru allir endurnærðir eftir æfingarnar.
Í AkureyrarAkademíunni erum við sífellt að leita leiða til þess að velja umhverfisvænari kosti. Eitt af því sem við höfum gert er að breyta innkaupum á handsápu. Við keyptum áður handsápum í litlum plastbrúsum sem við hentum eftir notkun. Nú kaupum við handsápu, merkta Evrópublóminu, í fimm lítra brúsum sem við notum til þess að fylla á sápuskammtara.
Í vetur hefur AkureyrarAkademían í samstarfi við Öldrunarheimilin á Akureyri staðið fyrir fræðandi fyrirlestrum á Hlíð. Verkefninu hefur verið vel tekið af heimilisfólkinu á Hlíð, bæjarbúum og fræðimönnunum sem hafa flutt erindin. Það hefur hlotið styrki frá Norðurorku og úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA og sunnudagskvöldið var fjallað um verkefnið í Landanum á RÚV.
Í Landanum var rætt við Arndísi Bergsdóttur, safnafræðing og doktorskandídat, sem hélt nýverið síðasta erindið í fyrirlestraröðinni þar sem hún fjallaði um konurnar í verksmiðjunum á Akureyri. Einnig var rætt við Margréti Guðmundsdóttir, sagnfræðing og stjórnarformann AkureyrarAkademíunnar, um tilurð og framkvæmd verkefnisins og sýndar svipmyndir frá akademónum við vinnu sína. Hægt er að horfa á þáttinn í Sarpnum fyrir þá sem misstu af þættinum eða með því að ýta á myndina. |
Eldri fréttir
May 2022
|