Innifalið í leigu er m.a. nettenging, aðgangur að prentara, kaffistofu og fundaraðstöðu.
Áhugasamir hafi samband á netfangið adalheidur.steingrimsdottir@akak.is eða í síma 833-9861.
AkureyrarAkademían leigir út vinnuaðstöðu, í lengri eða skemmri tíma, til þeirra sem sinna fræðastörfum eða námi.
Innifalið í leigu er m.a. nettenging, aðgangur að prentara, kaffistofu og fundaraðstöðu. Áhugasamir hafi samband á netfangið adalheidur.steingrimsdottir@akak.is eða í síma 833-9861. Stjórn AkureyrarAkademíunnar hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra til starfa í stað Kristínar Hebu Gísladóttur sem hefur gegnt starfinu undanfarin fjögur ár en Kristín Heba var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins á vegum ASÍ og BSRB.
Nýr framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnnar er Aðalheiður Steingrímsdóttir, netfang adalheidur.steingrimsdottir@akak.is Fyrir stuttu festi AkureyrarAkademían kaup á skrifstofurými í verslunar- og þjónustukjarnanum Sunnuhlíð. Kaupin marka tímamót fyrir stofnunina, sem hefur nokkrum sinnum verið nálægt því að lognast út vegna húsnæðishrakninga, en er nú komin í öruggt húsnæði.
AkureyrarAkademían var stofnuð árið 2006 og hefur alla tíð síðan verið vinnustaður sjálfstætt starfandi fræðimanna og framhaldsnema sem hafa leigt vinnuaðstöðu í lengri eða skemmri tíma. Afurðirnar sem hafa orðið til í akademíunni eru fjölmargar s.s. bækur, fræðirit, doktorsritgerðir og meistaraverkefni. Það er gleðilegt að stofnunin sé komin í varanlegt framtíðarhúsnæði í Sunnuhlíð þar sem fræðimenn og framhaldsnemar munu ótrauðir halda áfram að sinna fræðum og vísindum. AkureyrarAkademían mun jafnframt halda áfram að enn meiri krafti að skapa brú á milli færða og samfélags með fyrirlestrum, málþingum og námskeiðum. |
Eldri fréttir
February 2023
|