Í AkureyrarAkademíunni eru leigð út vinnupláss til sjálfstætt starfandi fræðimanna, meistara- og doktorsnema. Sumir staldra við í stuttan tíma en aðrir lengur og það er gaman að fylgjast með hvað akademónar taka sér fyrir hendur eftir að þeir ljúka verkefnum sínum í AkureyrarAkademíunni. Síðastliðið haust kom séra Jón Ómar Gunnarsson, prestur í Glerárkirkju, í AkureyrarAkademíuna til að skrifa meistaraverkefni sitt í predikunarfræðum, sem hann hefur nú lokið. Skil á meistararitgerðinni eru ekki eini áfanginn þessi misserin hjá Jóni Ómari því hann hefur nú verið skipaður prestur í Fella- og Hólakirkju. Við óskum Jóni Ómari til hamingju með embættið og vonum að honum farnist vel í leik og starfi. |
Í AkureyrarAkademíunni eru reglulega haldnir súpufundir þar sem einn akademóni tekur að sér að bjóða öðrum akademónum í hádegisverð. Á fundunum förum við yfir þau verkefni sem AkureyrarAkademían er með á prjónunum en fundirnir eru ekki síður vettvangur til að ræða nýjar hugmyndir. Í dag bauð Arndís Bergsdóttir, akademóni, doktorskandídat og safnafræðingur upp á ljúffenga papríkusúpu og fötubrauð.
Síðastliðinn föstudag hélt Arndís Bergsdóttir síðasta erindi á fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimilanna á Akureyri. Þar fjallaði Arndís um konurnar í verksmiðjunum á Akureyri. Erindið var það síðasta í samstarfsverkefni AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimilanna á Akureyri. Verkefnið hefur gefist mjög vel. Erindin hafa verið vel sótt af íbúum á Hlíð sem og öðrum bæjarbúum og ánægja er með framtakið bæði meðal gesta og meðal fræðimannanna sem héldu erindi. ![]() Föstudaginn 17. mars kl. 13:30 flytur Arndís Bergsdóttir, doktorskandídat og safnafræðingur, erindi um konurnar í verksmiðjunum á Akureyri. Erindið er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimilanna á Akureyri. Fyrirlesturinn fer fram í sal Öldrunarheimilisins Hlíðar og eru allir velkomnir! Síðastliðið haust stóð AkureyrarAkademían fyrir viðburðinum Samtal um hamingjuna sem haldinn var í Hlöðunni Litla-Garði í tilefni Akureyrarvöku. Þar ræddu Edda Björgvinsdóttir og Gunnar Hersveinn um samband húmors og hamingju og hvers vegna ástæða er til að efla húmor og gleði í lífinu. Jana Arnarsdóttir og Vigdís Eva Steinþórsdóttir voru fengnar til að kvikmynda viðburðinn og er myndbandið nú aðgengilegt á efnisveitunni Youtube. |
Eldri fréttir
February 2023
|