AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Viðburðir
    • Viðburðir
    • Fyrirlestraraðir
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • Innanhúsfólk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar

Fyrirlestraröð AkAk og ÖA (myndir)

2/28/2018

 
Föstudaginn 16. febrúar hélt Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur, fyrsta erindið á Fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimila Akureyrar. Sigurgeir fjallaði um Vélstjórafélag Akureyrar (1919-1967) og mikilvægi mótorvélstjóra í atvinnu uppbyggingu landsins í byrjun 20. aldar. Hann fór yfir félgslífið í kringum félagið og mikilvægi þess í stuðningi við ýmiskonar velferðarmál í nærsamfélaginu. 

Fyrirlestur á Hlíð - Hvallátrar - sveitin mín vestur í Útvíkum

2/28/2018

 
Föstudaginn 9. mars fer fram annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimila Akureyrar. Ólafur B. Thoroddsen, kennari og landfræðingur, mun halda erindi undir yfirskriftinni: Hvallátrar - sveitin mín vestur í Útvíkum. 

Hvallátur er vestasta byggða ból á Íslandi. Þar hefur verið byggð frá Landnámstíð og auk hefðbundins búskapar var þar stundað útræði af heimamönnum og einnig var þar útver þar sem aðkomumenn gerðu út á vorvertíð allt fram að aldamótum 1900. Stutt var á gjöful steinbítsmið og sprökuveiði góð. 

Látrabjarg var óþrjótandi matarkista sem gaf egg og fugl en tók líka sinn toll því ófáir létu þar lífið við að sækja þangað björg í bú. Margur sjómaðurinn var kollvættur undir Bjargi og Látraröst "Gamla konan" gat verið strembin minni og stærri bátum. Flestir þekkja til Björgunarafreksins við Látrabjarg er heimamenn björguðu sjómönnum af breska togaranum Dhoon við mjög erfiðar aðstæður í desember árið 1947. 

Um þetta mun Ólafur fjalla um í máli og myndum í samkomusalnum Hlíð föstudaginn 9. mars kl. 13:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 
Picture

Fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimila Akureyrar

2/12/2018

 
Síðastliðinn vetur hóf AkureyrarAkademían nýtt samstarfsverkefni með Öldrunarheimilum Akureyrar. Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur og fv. stjórnarformaður AkAk, fékk þá hugmynd að bjóða upp á fræðandi fyrirlestra fyrir íbúa á öldrunarheimilunum. Úr varð að sendar voru inn fjölmargar tillögur að erindum sem heimilisfólk og starfsfólk á Öldrunarheimilunum valdi úr.

Þetta nýja samstarfsverkefni vakti mikla ánægju og var því ákveðið að bjóða aftur upp á fyrirlestraröð á Hlíð. Dr. Sigurgeir Guðjónsson. sagnfræðingur, mun flytja fyrsta erindi vetrarins. Hann mun fjalla um Vélstjórafélag Akureyrar (1919-1967). Fyrirlesturinn fer fram föstudaginn 16. febrúar kl. 13:30 í samkomusalnum á Hlíð og eru allir hjartanlega velkomnir!

Picture

    RSS Feed

    Eldri fréttir

    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015

AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861