Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur og akademóni, vinnur að ritun sögu leiklistar á Akureyri síðastliðin 25 ár í tilefni aldar afmælis Leikfélags Akureyrar. Á 75 ára afmæli félagsins var gefin út bókin "Saga leiklistar á Akureyri" sem rituð var af Haraldi Sigurðssyni. Sigurgeir tekur upp þráðin og fer yfir sögu Leikfélagsins þar sem Haraldur lét staðar numið. Áhugasömum gefst kostur á að tryggja sér eintak af ritinu nú í febrúar á aðeins 2500 krónur og fá jafnframt nafn sitt ritað á heillaóskaskrá. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar. |
Þriðja erindið í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og Öldrunarheimilanna á Akureyri var haldið í sal Hlíðar föstudaginn 10. febrúar. Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur, fjallaði þar um förumenn og flakkara.
Næsta erindið og jafnframt það síðasta verður haldið þann 17. mars næstkomandi en þá mun Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur, fjalla um konurnar í verksmiðjunum.
|
Eldri fréttir
February 2023
|