Í dag urðu tímamót í AkureyrarAkademíunni þegar stofnunin festi kaup á húsnæði í Sunnuhlíð. AkAk hefur verið í ótryggu húsnæði í mörg ár og því mikið gleðiefni að komast í öruggt og hentugt húsnæði.
Í júní síðastliðnum vann margt fræða- og vísindafólk að ítarlegum styrkumsóknum í Rannsóknasjóð. Í gær kom að því að úthlutað var úr sjóðnum en í ár er um 14% umsókna sem hljóta styrk. Það var mikið gleðiefni að rannsókn doktorsnemans og fyrrum akademónans Evu Harðardóttur ásamt Berglindi Rós Magnúsdóttur, dósent við HÍ, og Ólafi Pál Jónssyni, hlaut styrk. Við félagar Evu í AkureyrarAkademíunni sendum okkar bestu hamingjuóskir!
Nú er Árbók Barðastrandasýslu 2019 komin út. Bókin er gefin út af Sögufélagi Barðastrandasýslu og eru ýmsar áhugaverðar greinar í ritinu eins og undanfarin ár. Akademóninn Ólafur B. Thoroddsen skrifar eina þeirra um breytingar á saltfiskverkun sem kaupmaður á Vatneyri við Patreksfjörð hafði frumkvæði að í greininni "Brautryðjendur í saltviskverkun á Vestfjörðum". Hægt er að nálgast Árbókina með því að hafa samband við útgefanda henna, Hjörleif Guðmundsson á Patreksfirði í síma 456 1178.
Þann 15. janúar kl. 12:00 fjallar sagnfræðingurinn og akademóninn Sigurgeir Guðjónsson um geðveikt fólk á 19. öld á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri. Frá árinu 1845 var skilt að tilgreina í manntölum á Íslandi hverjir töldust geðveikir. Í erindinu er ætlunin að sýna hvernig manntölin varpa ljósi á hvernig hugmyndir lækna um geðveiki og geðsjúkdóma breyttust á tímabilinu. Þar koma kynja- og aldursbreytingar sérstaklega við sögu og verður rakið hvaðan þessar hugmyndir koma. Einnig varpar lýðfræðileg greining á geðveiku fólki skýru ljósi á ýmsar samfélagsbreytingar á tímabilinu. Þar má sérstaklega benda á breytignar á búsetu og heimilisaðstöðu þeirra.
Fyrirlesturinn fer fram í stofu M102 við Háskólann á Akureyri kl. 12:00 miðvikudaginn 15. janúar. Allir velkomnir! |
Eldri fréttir
February 2023
|