Annar aðalhöfundur bókarinnar er Akademóninn, Ólafur B. Thoroddsen, en hinn aðalhöfundurinn er Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Báðir rekja þeir ættir til Rauðasandshrepps hins forna. Ólafur er fæddur og uppalinn á Patreksfirði og var mörg sumur í sveit á Hvallátrum og Gísli Már ólst að hluta til upp á Hvallátrum en er Reykvíkingur.
Bókin er prýdd mörgum myndum af svæðinu og flestar þeirra tók Daníel Bergmann sem er ljósmyndari með meiru.
Á meðfylgjandi mynd er hampar Ólafur bókinni góðu eftir áritun nokkurra eintaka fyrir Ferðafélag Íslands. Með honum á myndinni er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Fí og Þóra Ákadóttir (eiginkona Ólafs) sem bauð til vöfflukaffis í tilefni af útkomu bókarinnar.