AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Viðburðir
    • Viðburðir
    • Fyrirlestraröð
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing
  • Fræðastörf
    • Rannsóknir AkAk
  • Innanhúsfólk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
Picture


​Dr. Skafti Ingimarsson
Nýdoktor í sagnfræði
ski2@hi.is
​GSM: 354 867 7215

Um rannsóknina:
 
Heiti doktorsritgerðar: Íslenskir kommúnistar og sósíalistar. Flokksstarf, félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918–1968.
 
Verkefnið fjallar um upphaf og þróun kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi á tímabilinu 1918–1968. Saga hreyfingarinnar er skoðuð í ljósi íslenskrar þjóðfélagsþróunar og alþjóðlegra hugmyndastrauma. Kannað er úr hvaða jarðvegi hreyfingin var sprottin, skoðað hverjir studdu hana og hvers vegna og sýnt hvernig fámennum hópi íslenskra kommúnista tókst að gera flokk sinn að fjöldahreyfingu, ólíkt því sem gerðist í flestum nágrannalöndum. Rannsóknin beinist einkum að skipulagi og daglegu starfi íslenskra kommúnista, ólíkt flestum fyrri rannsóknum, sem leggja megináherslu á tengsl íslenskra kommúnista við Sovétríkin á millistríðs- og kaldastríðsárunum. Hér vegur þyngst viðamikil lýðfræðileg greining á tæplega 2800 skráðum félögum í Kommúnistaflokki Íslands (1930–1938) og Sameiningarflokki alþýðu – Sósíalistaflokknum (1938–1968). Greiningin er hin fyrsta sinnar tegundar á félagaskrám íslenskra stjórnmálaflokka og byggir á frumheimildum sem varpa nýju ljósi á samfélagslega stöðu flokksmanna og  félagasamsetningu flokkanna tveggja.
 
Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Vals Ingimundarsonar, prófessors í sagnfræði. Aðrir í doktorsnefnd voru: Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, og Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki.
 
Skafti undirbýr nú ritun ævisögu Einars Olgeirssonar.


Til baka

Menntun


​2018
​          Doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands

2007
          
M.Litt.- í sagnfræði frá University of St Andrews (Centre for Russian, Soviet and Central and Eastern European Studies)

2004
          
Próf í uppeldis og kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri

2004
​          
B.A-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands
​

Starfsferill


2018
         
Verkefnis- og málstofustjóri málstofunnar "Fullvalda þjóð í frjálsu landi", haldin á vegum Háskólans á Akureyri og Minjasafnsins á  Akureyri í
           mars 2018.
2016
           Verkefnis- og málstofustjóri ráðstefnunnar "Enginn er Eyland", haldin á vegum utanríkisráðuneytisins, Háskólans á Akureyri og                   
           AkureyrarAkademíunnar í mars 2016. 
2012-2018
          Kennari við Lundarskóla á Akureyri​
2013-2015 
          Formaður AkureyrarAkademíunnar
2011-2012
          
Stundakennari á sagnfræðibraut við Háskóla Íslands
2008-2009
          
Stundakennari á sagnfræðibraut við Háskóla Íslands
2000-2008
         
Kennari við Lundarskóla á Akureyri
​

Ritaskrá


Prentað efni

Skafti Ingimarsson og Jakob Þór Kristjánsson, Stjórnmála og menningarsamskipti Íslendinga og Dana 1919-1925 (Reykjavík: Sögur útgáfa, væntanleg haustið 2018). 

No One is an Island. An Icelandic Perspective. Edited by Giorgio Baruchello, Jakob Thor Kristjánsson, Kristín Margrét Jóhannsdóttir and Skafti Ingimarsson. (Cambridge: Cambridge scholar publishing, væntanleg haustið 2018). 

Skafti Ingimarsson, Íslenskir kommúnistar og sósíalistar: Flokksstarf, félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918-1969. Doktorsritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands. 

Skafti Ingimarsson,  „Breaking with the Past? Icelandic Left-Wing Intellectuals and the Era of De-Stalinization“, in Nordic Cold War Cultures. Ideological Promotion, Public Reception, and East-West Interactions. Edited by Valur Ingimundarson and Rósa Magnúsdóttir. Aleksanteri Cold War Series 2/2015, bls. 154-173.
 
Skafti Ingimarsson, „Rýnt í 29. árgang Sagna“, Sagnir, 30. árg., bls. 272-277. (2014)
 
Skafti Ingimarsson, „Saga sigurvegaranna. Kommúnistahreyfingin á Íslandi og söguskoðun kalda stríðsins“, Skemman, (2013). http://skemman.is/stream/get/1946/15610/37620/5/Saga_sigurvegaranna.pdf
 
Skafti Ingimarsson, „Fimmta herdeildin. Hugleiðingar um Sovét-Ísland, óskalandið“, Saga, 49 (2): bls. 152-195. (2011). 
 
Skafti Ingimarsson, Breaking with the past: the ideological development of the Icelandic Socialist Party, 1948-1968. M.Litt-dissertation. Department of Modern History. University of St Andrews. (2007).
 
Skafti Ingimarsson, Hugsjónir og hermdarverk: málaferlin í Moskvu í íslenskum dagblöðum. B.A-ritgerð í sagnfræði. Háskóli Íslands. (2004).
 
Fyrirlestrar
 
Skafti Ingimarsson, „„Glöggt er gests augað.“ Drengsmálið í dönskum heimildum“, erindi flutt á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafninu 7. apríl 2015. http://www.sagnfraedingafelag.net/2015/04/07/18.22.34/
 
Skafti Ingimarsson, „Saga sigurvegaranna? Íslenskir kommúnistar og söguskoðun kalda stríðsins“, erindi flutt á 4. íslenska söguþinginu 9. júní 2012.
 
Skafti Ingimarsson, „Íslenskir kommúnistar og söguskoðun kalda stríðsins“, erindi flutt á málþingi ReykjavíkurAkademíunnar um vinstri róttækni 23. nóvember 2011.
 
Skafti Ingimarsson, „Landnám kommúnismans á Íslandi“, erindi flutt á málþingi Bókmenntafélags jafnaðarmanna 7. maí 2011.
 
Skafti Ingimarsson, „Þróun vinstri hreyfingar á Akureyri, 1930-1968“, erindi flutt á vegum AkureyrarAkademínunnar 14. apríl 2011.
 
Skafti Ingimarsson, „Upphaf og þróun kommúnistahreyfingar á Íslandi“, erindi flutt á meistara- og doktorsdegi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands 29. október 2010.
AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861