AkureyrarAkademían
Hafa samband
  • Forsíða
    • Fréttir
  • Viðburðir
    • Kynningar
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðstefnur og málþing >
      • Innanhúsfólk
  • Fræðastarf
    • Rannsóknir á vettvangi AkAk
  • akureyrarakademían
    • Framkvæmdastjóri
    • Vinnuaðstaða
    • Stjórn
    • Skipulagsskrá
    • Skjalasafn
    • Gerast fulltrúi
  • Tenglar
  • Innanhúsfólk

AkureyrarAkademían


Picture

Stofnun félagsins

Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, sem í daglegu tali kallað var AkureyrarAkademían, var stofnað  vorið 2006. Fyrirmyndin að AkureyrarAkademíunni er sótt til ReykjavíkurAkademíunnar, en sú síðarnefnda var stofnuð árið 1997 og hefur verið starfrækt síðan þá með góðum árangri. Markmiðið með stofnun AkureyrarAkademíunnar var að nýta betur þekkingu fræðafólks á Norðurlandi, skapa þeim vettvang til miðlunar og umræðu inn á við sem og til samfélagsins. Þá knúði á þörf þessa hóps fyrir starfsaðstöðu til rannsókna, og þörf samfélagsins fyrir fræðasetur sem stofnanir og fyrirtæki geta einnig leitað eftir sérþekkingu á ýmsum sviðum. Félagar stunda háskólanám og sinna fræði- og ritstörfum á fjölbreyttum fag- og fræðasviðum. AkureyrarAkademían er í samvinnu við opinbera aðila, stofnanir og fræðasetur í landinu, s.s. Akureyrarbæ, Háskólann á Akureyri og ReykjavíkurAkademíuna. 

Þróun

Árið 2015 var félaginu breytt í sjálfseignarstofnun með því markmiði að efla og styrkja stofnunina og styrkja sess hennar innan fræðasamfélagsins á Íslandi. Þá var ákveðið að daglegt heiti félagsins skyldi verða opinbert heiti stofununarinnar.  Samningur var gerður við menntamálaráðuneyti um fjárframlög til næstu ára til þess að tryggja rekstur stofunarinnar og vöxt hennar um leið. 
Picture
AkureyrarAkademían / Sunnuhlíð 12 / 603 Akureyri  / Sími: 833 9861